Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Guðfinna og Haraldur hafa opnað fyrstu handverks- og föndurloppuna á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekkert nema jákvætt fyrir neytendur og umhverfið að fleiri og fjölbreyttari loppuverslanir skjóti upp kollinum hér á landi en þann 1. júní, opnaði Óskastund, handverks/föndur loppu í Grafarvoginum og eru það gleðitíðindi fyrir neytendur. Guðfinna Rósantsdóttir og sambýlismaður hennar Haraldur Ingi Magnússon myndlistamaður eru eigendur Óskastundar en þau hafa verið að bjóða fjölbreytt námskeið er tengjast list og föndri ýmiss konar. Mannlíf hafði samband við þau og forvitnaðist um málið.

Afgreiðsluborðið í föndurloppu Óskastundar
Það er óðum að fyllast í hillur föndurloppu Óskaskríns

 

Nýjung á Íslandi

Við opnuðum 1.júní að Hverafold 1-3 (að ofanverðu) handverksloppuna Óskastund með örlítið öðruvísi sniði þó en gengur og gerist hjá loppuverslunum. Við tökum vörur í umboðssölu og rukkum ekkert aðstöðugjald og fólk þarf ekki að halda úti básum sjálft. Við tökum 30 prósent af söluverði í þóknun og hjá okkur er greitt út alla fimmtudaga. Við tökum við vörum á opnunartíma en það er líka hægt að hafa samband við okkur utan þess tíma til þess að koma með varning í sölu. Talið berst að því hvernig þeim datt í hug að opna föndurloppu og Guðfinna segir að þau hafi alltaf verið með smá verslun í öðrum helmingi húsnæðisins þar sem fólk gat keypt sér efni eins og striga, málingu og fleira eftir námskeiðin til þess að halda áfram heima. Þau ákváðu svo í framaldinu að slá til og opna verslun með notuðum og nýjum vörum í umboðssölu. Guðfinna og Haraldur vinna í mikilli samvinnu í sínu fyrirtæki en Guðfinna hefur kennt á svona námskeiðum í 28 ár og Haraldur er eins og áður sagði myndlistarmaður.

Guðfinna Rósantsdóttir
Haraldur Ingi Magnússon

Búbót fyrir alla

Fólk getur komið með allt milli himins og jarðar sem tengist handverksgerð eða föndurgerð. Margir eiga efnivið sem liggur ónotaður jafnvel inni í geymslu og þá er tilvalið að mæta með hann til okkar og koma í verð. Þetta er auðvitað búbót fyrir fólk, að geta komið til okkar og verslað það sem til þarf á góðu verði. Allir vinna og það er alltaf best þannig. Efniviður, tæki og tól sem notuð eru til handverks og föndurgerðar eru allt annað en ódýr út úr búð svo þetta ætti að vera frábær kostur fyrir þá sem þurfa að kaupa þess konar varning. Við tökum bæði ónotaðar og notaðar vörur í umboðssölu en þó skal það tekið fram að við erum ekki að taka til sölu tilbúið föndur eða handverk. Það verður opið að minnsta kosti til þess að byrja með tvo daga í viku, þriðjudaga og miðvikudaga frá 14 til 18.

- Auglýsing -

 

Áhrif Covid

Guðfinna og Haraldur hafa um árabil haldið ýmiss konar námskeið er snúa að list og fleiru eins og gerð sápa og þess háttar. Þegar Covid skall á hafði það töluverð áhrif á lífsviðurværi þeirra þó þau hafi reynt að aðlagast aðstæðum og bjóða upp á heimsend námskeið. Þá fær fólk sendan til sín pakka með efni sem tengist því sem það vill læra og fær kennsluna rafrænt.Guðfinna og Haraldur vinna bæði úti eftir að Covid skall á en eru þó líka með námskeiðin og núna nýju verslunina. Það er greinilegt að hjónin deyja ekki ráðalaus í þeim mjög slæmu aðstæðum sem hafa herjað á alla heimsbyggðina. Guðfinna og Haraldur hafa einnig staðið fyrir námskeiðum víða um landið á síðustu misserum sem duttu auðvitað líka upp fyrir vegna faraldursins. Í sumar ætla þau að bjóða upp á námskeið í Reykjavík, Keflavík og á Selfossi. Hjónin hafa boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára sem eru mjög skemmtilega sett upp hjá þeim. Námskeiðin eru auðvitað fyrst og fremst lista- og föndur tengd en þar að auki fá krakkarnir að elda, baka og margt fleira skemmtilegt. Það er því fjörugt sumar framundan hjá Óskastund.

- Auglýsing -
Óskastund býður upp á mörg spennandi námskeið meðal annars baðsalts gerð

Hér má finna Facebook síðu Óskastundar

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -