Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Namibíumenn æfareiðir: Brynjar ritari sendur í stað dómsmálaráðherra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherjamálið, ósvífni íslenskra ráðamanna og íslensk spilling er tekin fyrir á forsíðu namibíska dagblaðsins Sun í dag. Mikil óánægja er innan nambísku ríkistjórnarinnar með það hvernig íslensk stjórnvöld hafa tekið á málinu, eða frekar ekki tekið á því. Namibíumenn skilja ekki seinaganginn og hvers vegna málið er ekki tekið af alvöru á Íslandi.

Nefnd á vegum namibískra stjórnvalda var send til Íslands, þar sem vonast var til að fá helstu yfirmenn Samherja framselda. Ef marka má tíðindi blaðsins í dag, þá segir að ferðin hafi ekki skilað því sem þeir hafi falist eftir, þ.e. að fá Aðalstein Helgason, Egil Helga Árnason og Ingvar Júlíusson höfuðpaura Samherjamálsins framselda.

Namibíumenn upplifa að komið sé fram við þá af miklu virðingarleysi. Þá hafi Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra ekki mætt á fundinn með namibísku nefndinni, heldur hafi hann sent Brynjar Níelsson aðstoðarmann og ritara í sinn stað. Í blaðinu segir: „að þessi framkoma sé túlkuð sem virðingarleysi, þar sem aðstoðarmaður ráðherra hafi í raun ekkert stjórnsýsluvald og ætti ekki að vera látinn sjá um mál að svo alvarlegum toga.“

Íslenskir ráðherra koma fram af ósvífni

Namibíska nefndin var skipuð; Nandi-Ndaitwah, Martha Imalwa, aðalsaksóknara og Erna Van der Merwe, framkvæmdastjóra Anti-Corruption Commission (ACC).

Skrifstofa Transperency International Iceland hafa líka sent frá sér yfirlýsingu þar sem íslensk stjórnvöld eru sökuð um áhugaleysi og skort á vilja til að leysa úr þessu máli pólitískt. Að þeirra mati hafa íslensk stjórnvöld engan áhuga á því að taka á spillingunni. Þar segir að; „ráðherrar komi fram af ósvífni og sýni engan vilja til að taka á spillingunni.“

- Auglýsing -

Varaformaður stjórnamálaflokksins Swapo, (stjórnmálaflokkur sem hefur setið við stjórn ríkisins frá því að Namibía hlaut sjálfstæði árið 1990) Netumbo Nandi-Ndaiwah segir í viðtali við Nambian Sun; „að þau munu leita réttar síns í þessu máli og að þau munu ekki standa hjá. Tveir fyrrum ráðherrar í namibísku stjórninni eru nú þegar í gæsluvarðhaldi og bíða eftir að dómur falli í þeirra máli.“ Netumbo segir að lokum; „að málið sé litið mjög alvarlegum augum.“

Störfin voru tekin af namibískum sjómönnum

Margir hafa misst störfin sín í Namibíu eftir að fiskikvótar voru teknir af namibískum sjómönnum og færðir í hendur á ríkisfyrirtækinu, National Fishing Corporation of Namibia, þar sem meintar mútur Samherja áttu sér stað.

Nandi-Ndaitwah sagði þetta svakalega mikinn skandal fyrir nambísku þjóðina. „Það hafði gengið svo vel hjá okkur að byggja upp landið og þá sérstaklega sjávarútveginn. Þetta byrjaði mjög vel hjá okkur og hefur sjávartútvegurinn verið hornsteinn í uppbyggingu efnahag landsins. Því miður þar sem að margir virðast líta öfundaraugum á Namibíu og auðlindir þessa lands, hefur okkar eigið fólk verið snúið gegn okkur og notað til þess að grafa undan sjávarútvegnum. En við búum við lög og reglur í okkar landi. Tveir af okkar ráðherrum sitja nú í fangelsi vegna þessa máls, sem sýnir að við stöndum ekki með spillingu og það sem er rangt er rangt og það verður ekki frá því litið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -