Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytendastofa minnir á að rafretturvörur sem verða á markaði eftir 1. mars 2019, og eru ekki á lista Neytendastofu, verða ólöglegar í sölu.

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem fjallar um hertar reglur um rafrettur var samþykkt á Alþingi í júní. Nýju lögin taka gildi 1. mars 2019 og minnir Neytendastofa á það í færslu sem var birt í dag. Í færslunni er minnt á að ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar frá og með 1. mars á næsta ári. Þar kemur fram að allir sem ætli að flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, verði að tilkynna vörurnar til Neytendastofu.

„Fylla þarf út excel form sem finna má á heimasíðunni, vista það og senda á netfangið [email protected] Leiðbeiningar um útfyllingu eyðublaðsins er að finna í flipa í excel skjalinu. Neytendastofa metur fjölda gjaldskyldra tilkynninga og sendir upplýsingar um upphæð, reikningsnúmer og bankakostnað á tengilið viðkomandi aðila,“ segir meðal annars.

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -