Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Óttar: „Lögreglan leysti upp veisluna undir réttmætum fúkyrðum gesta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra af háði og spotti í Bakþanka Fréttablaðsins í dag. Hann segir að það hafi verið svo í gegnum tíðina að þegar háir herrar brjóta af sér þá fylgir alþýðan fast á eftir. Þetta sé ekkert nýtt líkt og Passíusálmarnir bera vitni um.

„Jólaguðspjallið var landsmönnum ekki efst í huga um þessi jól heldur Þorláksmessuævintýri fjármálaráðherra. Hann fagnaði með góðum vinum í Ásmundarsal. Veislugestir báru ekki grímu enda erfitt að drekka og spjalla með tusku eða pappírsservíettu fyrir munni. Talsverður fjöldi var samankominn enda eru fámenn partí fremur leiðinleg. Lögreglan leysti upp veisluna undir réttmætum fúkyrðum gesta,“ skrifar Óttar.

Hann vitnar svo í fyrrnefnda sálma: „Hallgrímur heitinn Pétursson hefur um aldir verið þjóðinni uppspretta huggunar og hollráða. Hann segir í Passíusálmum sínum: „Hvað höfðingjarnir hafast að, / hinir meina sér leyfist það.“ Þegar fjármálaráðherra brýtur sóttvarnalög fylgir pöpullinn á eftir og skeytir engu um tuðið í þríeykinu. Alþýða manna fylgist grannt með höfðingjunum til að geta apað eftir hátterni þeirra. Mikil hneykslunaralda gekk yfir landið eða eins og sr. Hallgrímur segir: „Háðung, spottyrði, hróp og brigsl, / hver lét með öðrum ganga á víxl.““

Að sögn Óttars hefði verið nóg að lesa Hallgrím til að vita hvernig færi. „Bjarni baðst afsökunar á athæfi sínu og sagðist ekki hafa áttað sig á gildandi sóttvarnareglum. Um þetta segir sr. Hallgrímur: „Góð meining öngva gerir stoð, / gilda skal meira drottins boð.“ Stórar yfirlýsingar og gott hugarfar duga skammt gegn pestinni. Bjarni hefur ásamt öðrum ráðamönnum brýnt þjóðina til dáða og samstöðu: „Við sigrumst á kóvíð 19 saman.“,“ segir Óttar og bætir við að lokum:

„Þessar góðu fyrirætlanir dugðu skammt í Ásmundarsal. Um þetta segir sr. Hallgrímur: „Þetta sem helst nú varast vann, / varð þó að koma yfir hann.“ Sá sem átti að ganga fyrir með góðu fordæmi sat skyndilega eftir grímulaus í fjölmiðlafári. Og hvað er til ráða annað en að iðrast og sýna auðmýkt: „Lát af illu, en elska gott. / Allan varastu hræsnisþvott.“ Gleðilegt nýtt ár!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -