Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Óttaslegnir íbúar í Smáíbúðahverfinu – „Það er einhver óöld í hverfinu okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svo virðist sem glæpabylgja gangi nú yfir hverfi 108 í Reykjavík. Í það minnsta upplifa íbúar í hverfinu það svo. Fjöldi færslna innan Facebook-hóps íbúa bera þess merki. Nýjasta færslan er um klukkutíma gömul og þar segir: „Reynt var að brjótast inn um hurð garð megin í Hæðargarði 13:35“.

Í annarri færslu segist kona nokkur í hverfinu uggandi. „Það er einhver óöld í hverfinu okkar. Á visir.is er frétt um 16 ara dreng sem var fluttur a slysadeild i gær eftir líkamsárás. Þetta var bara neðst i Grundargerðinu og bárust slagsmálin inn á okkar lóð rétt við brúna yfir i Hagkaup,“ segir konan.

Helga nokkur lýsir því svo innan hópsins að innbrotsþjófur hafi farið inn til hennar snemma kvölds. „Óboðinn gestur kom inn á heimilið okkar í gærkvöldi um kl. 22 og stal úlpu og hliðartösku úr forstofunni. Vorum að lofta út og hurðin stóð því opin, heimilisfólk í næsta herbergi að horfa á sjónvarpið. Mjög óþægilegt. Viðkomandi reyndi síðan að nota stolna kreditkortið á netinu í morgun. Urðu fleiri varir við eitthvað misjafnt á svipuðum tíma í gær? Erum í Hlíðargerði,“ skrifar hún.

Nágrannar hennar urðu svo sannarlega varir við það. „Já það kom einhver inn í sólstofuna hjá okkur í gær, var ólæst. Við vorum í stofunni að horfa á sjónvarpið og viðkomandi fór þegar ég kallaði hver væri þarna. Fyrir framan hús var par um tvítugt á hvítu rafmagnshlaupahjóli. Þau sögðust hafa farið inn í garðinn en ekki komið inn. Sögðust vera að leita af dósum. Við hringdum í lögguna 22:30 sirka. Erum í Hamragerði,“ skrifar nágrannakona hennar.

Annar nágranni segist vita að umrætt fólk sé íslenskt en sumir eru fljótir á sér og álykta annað. „Þetta sama unga par var hér á tunguveginum að ræna stelpu sem býr í kjallaranum hún sat úti og þau spurðu hvort hún ætti dósir hún fór inn að tína til dósir nema að inn fóru þau líka og voru voða næs og lúmsk með Grímur og og húfur þannig að erfir var að bera kennsl á þau. Tókst þeim að ræna símanum hennar og ýmsu öðru ég og maðurinn minn vorum einmitt að furða okkur á þessum rafskutlum sem var lagt beint fyrir aftan bílinn okkar en sáum svo þessa krakka kima út þau voru bæði frekar hávaxin og grönn ca 20-25 ára. Þetta voru Íslendingar,“ segir kona nokkur.

Einn maður segist að hafa spurt lögregluna hvort fleiri tilkynningar bærust frá hverfinu. Hann lýsir svarinu svo: „Brotist inn í bíl hjá mer fyrir stuttu á stæðinu fyrir utan. Lögreglan kannaðist ekki mikið við að vera að fá tilkynningar úr okkar hverfi. Hvet fólk til að hafa samband þangað. Í okkar síðustu samskiptum sagðist viðmælandinn hjá lögreglunni ætla að koma mínum ábendingum á framfæri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -