2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Óvæntur karakter í stiklu fyrir Fantastic Beasts

Harry Potter aðdáendur í sjokki.

Í morgun frumsýndi Warner Bros lokagerð kynningarstiklunnar fyrir kvikmyndina Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, sem frumsýnd verður 16. nóvember. Myndin er, eins og allir vita framhald myndarinnar Fantastic Beasts and Where to Find Them sem byggir á sögu J.K. Rowling um Dumbledore prófessor á yngri árum. Allir stórleikararnir úr fyrri myndinni eru hér mættir til leiks, Eddie Redmayne í hlutverki Newt Scamander, Jude Law sem Dumbledore og Johnny Depp leikur illmennið Gellert Grindelwald sem fyrr. Ekkert óvænt þar.

Það kom aðdáendum bókanna og fyrri kvikmyndarinnar hins vegar mjög á óvart að í stiklunni sést Claudia Kim í hlutverki Nagini, sem eins og innvígðir vita er snákur Voldemorts. Umræðuþræðir hafa logað í morgun vegna þessarar óvæntu uppljóstrunar og óhætt að segja að hörðustu aðdáendur Harry Potter bókanna eru yfir sig spenntir fyrir nýju myndinni.

Leikstjóri fyrri myndarinnar David Yates er enn við stjórnvölinn og höfundur bókanna, J.K. Rowling, aðstoðaði við skrif handritsins. Það er því von á góðu í nóvember og enn meiru á næstu árum, því Rowling hefur upplýst að myndirnar um Fantastic Beasts verði alls fimm.

En sjón er sögu ríkari og þið getið séð þessa umræddu kynningarstiklu hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is