Sunnudagur 13. október, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óvenjulega hatrömm átök 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarliði braut til mergjar sögulegan bakgrunn þeirra átaka sem nú standa sem hæst á vinnumarkaði í fréttaþættinum 21 á Hringbraut.

Höfundur / Linda Blöndal

„Horfa verður aftur til 4. og 5. áratugarins til að sjá valdaskipti eins og orðið hafa innan verkalýðsfélaga á síðustu árum,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur og höfundur tveggja binda sögu Alþýðusambands Íslands.

Hann bendir þó á að verkalýðshreyfingin á Íslandi hafi alltaf verið ólík þeirri sem verið hefur á hinum Norðurlöndunum. „Meginuppistaðan í félögunum annars staðar á Norðurlöndum hefur verið iðnverkafólk, á meðan sjómenn, landverkafólk og fólk í þjónustustörfum hefur verið stærsti hluti verkalýðshreyfingarinnar hér,“ segir hann.

„Tengsl valdamikilla stjórnmálamanna og verkalýðshreyfingarinnar voru áður fyrr mikil hér á landi eða fram á 9. áratug þessarar aldar en það hefur breyst. Allt frá stofnun verkalýðsfélaga börðust flokkar upp á líf og dauða um áhrif inni í stéttarfélögunum,“ segir Sumarliði. Fram undir aldamótin 2000 var algengt að áhrifamenn úr verkalýðshreyfingunni væru þingmenn og ráðherrar, en þegar kemur fram á 9. áratuginn hófu tengsl flokkanna við verkalýðshreyfinguna að rofna. Flokkarnir fara að leggja minni áherslu á að hafa forystufólk úr verkalýðshreyfingunni innanborðs. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafi haft talsvert samstarf, nefna má að Alþýðuflokkurinn studdi inngöngu VR í ASÍ en Sjálfstæðismenn réðu lengi lögum og lofum í VR.

Lítil þátttaka almennra félagsmanna í verkalýðsfélögum hér á landi eins og bent hefur verið á í umræðum í dag, segir Sumarliði að sé ekkert nýtt og ekki heldur að talað sé um verkalýðshreyfinguna sem bjúrókratíska stofnun. Oft sé talað um gullöld verkalýðshreyfingarinnar á 6. og 7. áratug síðustu aldar, þegar kalt stríð ríkti með skýrum hugmyndafræðilegum átakalínum.

Um átökin innan VR frá hruni þá hafi það ef til vill verið fyrirboði þeirra átaka sem nú eru í verkalýðshreyfingunni og sýndu sig hvað best með kjöri Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formanns Eflingar. Þessi átök eru mjög athyglisverð, að mati Sumarliða og óvenju hatrömm, ólíkt því sem gerst hefur undanfarna áratugi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -