Sunnudagur 13. október, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óvenjulegt veðurfar vegna loftslagsbreytinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aldrei hefur mælst jafnmikil úrkoma í nóvember í Reykjavík eins og um liðna helgi, þriðju helgina í nóvember. Afar óvenjulegt veður var þá víða um landið.

Hiti fór mest í 18 gráður á Skjaldþingsstöðum á Vopnafirði og hiti var í kringum 17 gráður á Ólafsfirði og Siglufirði. Þá var úrhellisrigning á höfuðborgarsvæðinu, mikil úrkoma á Reykjanesi, Suðurlandinu öllu og austur í Austur-Skaftafellssýslu, á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða hlýtt loft sem sé langt að komið og samspil veðurkerfanna; mikillar hæðar fyrir austan Ísland og lægðar suðvestur af landinu sem beindi til landsins mjög mildu lofti alla leið vestan frá Ameríku. Loftagnir sem voru yfir Ströndum voru fyrir viku við landamæri Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum, segir Einar. Hann segir að þetta óvenjulega tíðarfar tengist líklegast ekki loftslagsbreytingunum heldur sé um að ræða tilviljun.

Skógareldar vegna loftslagsbreytinga

Víða annars staðar er óvenjulegt veðurfar sem tengist loftslagsbreytingum. Hamfarirnar í norðanverðri Kaliforníu vegna skógarelda hafa verið miklar og segir Einar að mjög líklega megi rekja aukna tíðni skógarelda á vesturströnd Bandaríkjanna til loftslagsbreytinga. Sömu sögu sé að segja af ís á norðurhjaranum sem hefur rýrnað mikið og hinni miklu hlýnun á Svalbarða sem sé hægt að rekja beint til loftslagsbreytinga af mannavöldum. Annars staðar hefur úrkoma dreifst með öðru móti en áður og við það hafa eyðimerkur stækkað, segir Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -