Sunnudagur 3. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Óviðeigandi Víkingar í vandræðum: „Eiður er alltaf fullur“ og „Number 6 is a sex offender“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftirlitsmaður KSÍ á bikarúrslitaleik karla á milli Víkings og FH, Frosti Viðar Gunnarsson,  skrifaði í skýrslu sína eftir leikinn um níðsöngva sem aðdáendur Víkinga sungu um þáverandi þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, og núverandi leikmann FH, Eggert Gunnþór Jónsson.

Kemur fram að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar frá 12. október þessamánaðar um heimaleikjabann Víkinga er fellt úr gildi; sekt Víkinga – sem nemur 200.000 krónum stendur var ekki felld niður.

Leikurinn, sem endaði með sigri Víkinga eftir framlengingu, fór fram þann 1. október síðastliðinn á Laugardalsvelli.

Tveimur dögum síðar barst áðurnefnd skýrsla frá eftirlitsmanni KSÍ til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Athyglisvert er að skoða í skýrslunni atvik er varða stuðningsmenn Víkings; og er lýst með þessum hætti:

„[…]Stuðningsmenn Víkinga voru aftur á móti með mun alvarlegri hegðun. Þá er ég hér að vísa til þess hóps sem var fremst í stúkunni, við grindverkið. Þeir kveiktu allavega í þrígang á blysum. Í fyrsta skiptið eftir að þeir skoruðu sitt fyrsta mark á mín 26. Einnig eftir annað mark sitt á mín 89. Og svo í þriðja skiptið að leik loknum. Nokkuð var um níðsöngva gagnvart leikmönnum og þjálfara FH sem voru særandi og með öllu óásættanlegir,“ segir í skýrslu Frosta:

- Auglýsing -
Eggert Gunnþór Jónsson.

„Það sem ég heyrði varðandi söngvana var:

„Eiður er alltaf fullur“ og „Number 6 is a sex offender.“

Eiður Smári hefur viðurkennt áfengisvandamál sitt og hefur stigið til hliðar sem þjálfari FH. Eggert Gunnþór er leikmaður númer 6 hjá FH – hann var á síðasta ári ákærður fyrir naugðun ásamt landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni.

- Auglýsing -

Var málið fellt niður bæði hjá héraðs og ríkissaksóknara.

Í skýrslu Viðars má einnig lesa þetta:

„Sýnileg ölvun var hjá stuðningsmönnum Víkinga og einn stuðningsmaður hljóp inn á völlinn úr gömlu stúkunni að ég held, en ég sá ekki almennilega hvar hann kom inn. Hann gat síðan valsað um völlinn án afskipta í nokkurn tíma og ekki fyrr en hann var kominn fyrir framan stuðningsmenn Víkinga er hann stoppaði sem gæslan tók að bregðast við.“

Viðar nefnir líka að „einnig tók ég eftir bjórdósum í kringum gæslu sem stóð fyrir framan stuðningsmenn Víkinga, án þess að hafa séð þær fljúga þar inn, enda að fylgjast með leiknum sjálfum.“

Venju samkvæmt, og í samræmi við reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, var skýrsla Viðars send til hlutaðeigandi félags þann 4. október; því gefinn kostur á að koma að athugasemdum vegna skýrslunnar fyrir næsta fund aga- og úrskurðarnefndar.

Eins og áður sagði bar áfrýjun Víkings nokkurn árangur; í svari þeirra til áfrýjunarnefndar segir svo:

„Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins segir að stuðningsfólk Víkings hafi viðhaft særandi ummæli gagnvart leikmönnum og þjálfara FH. Skýrslan er verulega einhliða og alls ekki í samræmi við upplifun þeirra sem félagið hefur rætt við eftir leikinn. Það hefur t.a.m. komið fram bæði í fjölmiðlum og annars staðar að það hafi verið ölvun beggja megin í stúkunni og augljóst af myndefni frá RÚV að sóðaskapur var fyrir framan áhorfendapalla beggja stuðningsliða,“ segir í andsvari Víkinga.

Þeir sem vilja lesa skýrsluna í heild geta smellt hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -