Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Óvissa uppi um framtíð skemmtistaðarins B5

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rekstur skemmtistaðarins B5 í Bankastræti 5 hangir á bláþræði vegna ástandsins sem hefur skapast í kórónuveirufaraldrinum.

Veitingamennirnir Þórhallur Viðarsson og Þórður Ágústsson segja frá þessu í samtali við Morgunblaðið í dag. Þeir segja óvissu uppi um framhaldið og til að gera illt verra sýna lánardrottnar engan skilning. Þeir segja erfitt að standa af sér „árásir“ lánardrottna í núverandi ástandi.

Mannlíf greindi frá því í maí að staðan hjá B5 væri erfið. Þá sagði Þórhallur að til að bæta gráu ofan á svart hefði Leigusalinn, Eik fasteignafélag, hækkað leiguna. Hann sagði hækkunina vera verulega.

„Leigusalinn, Eik fasteignafélag, innheimtir hækkaða leigu með krepptum hnefa, á þessum tíma sem talað er um að allir eigi að standa saman. Við höfum alltaf staðið í skilum þannig að við erum ósáttir með þessa verulegu hækkun sem kemur á þessum tímapunkti,“ sagði Þórhallur í samtali við Mannlíf í maí.

Þess má geta að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á mánudag á upplýsingafundi almannavarna að það væri áhyggjuefni að fólk væri farið að slaka á í sóttvörnum og að hann myndi áfram mæla með að skemmtistaðir loki klukkan 23. Eigendur B5 segja þetta vera „aftöku“ í viðtali Morgunblaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -