Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Óvissan umkringir bæði flugfélögin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigandi WOW Air falaðist eftir ríkisábyrgð til að tryggja rekstur félagsins til skamms tíma. Á sama tíma valda erfiðleikar Boeing 737 MAX flugvélarnar Icelandair vandræðum.

Bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið greina frá því í morgun að forsvarsmenn WOW kynnt stjórnvöldum hugmyndir um að stjórnvöld veiti ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka. Þetta verði gert til að tryggja rekstur félagsins til skamms tíma. Hins vegar er talið ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim.

Viðræður um kaup Indigo Partners og WOW eru í mikilli óvissu og greinir Markaðurinn frá því að samhliða þeim séu enn þreifingar á milli WOW og Icelandair. Enn fremur herma heimildir Markaðarins að Isavia hafi sett WOW það skilyrði að ávallt sé ein flugvél úr flota félagsins tiltæk á Keflavíkurflugvelli. Mun það vera trygging vegna skuldar WOW við Isavia.

Morgunblaðið greinir svo frá því að vandræði Boeing vegna flugslysanna í Eþíópíu og Indónesíu setji Icelandair í þrönga stöðu. Félagið hefur þurft að kyrrsetja þrjár nýjar 737 MAX vélar vegna þeirra og í vor stóð til að innleiða sex slíkar vélar. Alls gerði Icelandair ráð fyrir að vera með 16 737 MAX vélar í flotanum árið 2021. Búast sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við að næstu fjórðungar verði þungir í rekstri vegna þessa og að líkurnar á að félagið grípi til hagræðingaraðgerða hafi aukist.

Alls óvíst er hvenær Boeing MAX 737 vélarnar fara aftur í loftið. Air Canada hefur til að mynda þurft að gera umtalsverðar breytingar á flugáætlun sinni og gerir ekki ráð fyrir að taka Boeing vélarnar í notkun aftur fyrr en í júlí. Sé það raunin setur það Icelandair í erfiða stöðu þar sem sumaráætlun félagsins fer á fullt með vorinu.

Þrátt fyrir þetta hækkuðu hlutabréf í Icelandair um 14,4 prósent við opnun markaðar í morgun. Þarf það í sjálfu sér ekki að koma á óvart í ljósi þess að bréf félagsins hækka í hvert skipti sem neikvæðar fréttir berast af WOW.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -