• Orðrómur

Óvíst hvort Ingó lendi undir höggstokk útvarpsstöðvanna: „Sú umræða hefur ekki átt sér stað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stærstu útvarpsstöðvar landsins hafa ýmist ekki tekið umræðu um það eða vilja ekki tjá sig um það hvort tónlist Ingólfs Þórarinssonar, betur þekkts sem Ingó veðurguð, verði tekin úr spilun. Það á því eftir að ráðast hvort hann lendir undir höggstökk stöðvanna líkt og tónlistarmaðurinn Auður gerði á dögunum.

Ingó var ráðinn til að stýra brekkusöng á Þjóðhátíð í ár, ásamt því að eiga stíga á svið með hljómsveit sinni á laugardagskvöldinu og flytja hið vinsæla Þjóðhátíðarlag, Takk fyrir mig, þar sem ekki gafst kostur á að gera það í fyrra.

Í kjölfarið barst Þjóðhátíðarnefnd undirskriftalisti 130 kvenna sem skoruðu á nefndina að endurskoða ráðningu Ingólfs vegna frásagna fjölda kvenna um ofbeldi og kynferðisáreitni af hendi hans.

Nú hefur svar borist frá nefndinni líkt og Mannlíf greindi frá fyrr í dag og var það tilkynnt að ráðning Ingólfs hafi verið dregin til baka og hefur hann því enga aðkomu að Þjóðhátíð þetta árið.

Mál Ingólfs minnir mikið á mál Auðs, tónlistarmanns, sem sömuleiðis hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. En í kjölfar þeirra ásakana ákváðu útvarpsstöðvarnar Rás 2, Fm957, Bylgjan og K100 allar að taka tónlist Auðar úr almennri spilun.

Slík ákvörðun liggur þó ekki fyrir um tónlist Ingólfs veðurguðs en samkvæmt Ívari Guðmundssyni útvarpsmanns á Bylgjunni hefur sú umræða ekki átt sér stað þar.

- Auglýsing -

Ekki náðist í Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóra RÚV við vinnslu fréttarinnar og vildi Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er betur þekktur, dagskrárgerðarmaður RÚV ekki svara fyrir það hvort hætta ætti að spila tónlist Ingólfs.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -