• Orðrómur

„Pabbi er alltaf með mér“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gísli Már Helgason var 12 ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum. Bugaður af sorg fullorðnaðist hann hratt, og fimm árum seinna þegar miðill sagðist vera með skilaboð frá föður hans að handan ákvað unglingurinn að treysta því.  Í stað þess að bera skilaboð frá látnum föður segir Gísli miðilinn hafa brotið á sér, og það hafi markað líf hans. Mörgum árum síðar reyndi hann sjálfsvíg og í margar vikur var honum vart hugað líf.

Í viðtali við Mannlíf segir Gísli frá föðurmissinum, dómi yfir geranda, sjálfsvígstilrauninni, og sálarfriðnum og ástinni sem hann býr að í dag.

Sjá einnig: Inga birtir sláandi myndir af Gísla Má berjast fyrir lífi sínu: „Ég ákvað greinilega að besta leiðin væri að deyja“

„Ég verð að segja eins og er, það var léttir. Mér leið bara rosalega vel, get best lýst því sem gleði,“ segir Gísli aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið þegar dómur var kveðinn upp yfir Þórhalli Guðmundssyni miðli vegna kynferðisbrots. Föstudaginn 5. júní staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þórhalli, fyrir að hafa brotið á rúmlega tvítugum dreng árið 2010. Árið 2013 ákvað Gísli að kæra Þórhall, og mættu báðir og gáfu skýrslu hjá lögreglu, en málið fór ekki lengra, þar sem brotið var fyrnt.

Árið 1993, þegar Gísli var 17 ára gamall, kynntist hann Þórhalli á Siglufirði.
Mynd / Aðsend

Árið 1993, þegar Gísli var 17 ára gamall, kynntist hann Þórhalli á Siglufirði. Síðar þegar Gísli var fluttur til Reykjavíkur hitti hann Þórhall aftur, sem sagðist vera með skilaboð frá látnum föður hans. Gísli fór á fund hjá Þórhalli og segir að þar hafi Þórhallur brotið á honum með því að fróa honum án hans samþykkis. Það var sambærilegt brot og Þórhallur fékk dóm fyrir nú í júní. Gísli segir að dómurinn hafi verið opinber viðurkenning á að Þórhallur hafi einnig brotið gegn honum. „Mér finnst það. Þegar ég sagði mömmu frá því á sínum tíma að Þórhallur hefði brotið gegn mér, þá nafngreindi hún hann í færslu á Facebook og fékk rosalega mikinn skít fyrir það, veit ég. Af því að hann var ekki dæmdur og ég var ekki búinn að kæra hann þegar ég sagði henni frá. En hún trúði mér strax og stóð með mér, hún missti vini vegna þessa máls,“ segir Gísli, sem hringdi í móður sína strax og hann sá fréttir um dóminn á föstudag. „Mér heyrðist hún bara fara að gráta, hún var svo glöð.“

- Auglýsing -

Helgi faðir Gísla
Mynd / Aðsend

„Pabbi er alltaf með mér“

Gísli er fæddur árið 1976, og þegar hann var átta ára skildu foreldrar hans. Gísli flutti með föður sínum til Siglufjarðar, en móðir hans flutti til Reýkjavíkur. „Ég fékk að ráða hvar ég vildi búa, og ég er náttúrlega strákur og valdi pabba,“ segir Gísli. „Hann er alltaf með mér,“ bætir hann við og bendir blaðamanni á mynd af föður sínum sem hangir á veggnum fyrir ofan stofusófann [Viðtalið við Gísla er tekið í gegnum Facetime, þar sem hann er búsettur í Svíþjóð].

- Auglýsing -

Lestu nánar um málið í Mannlífi

Þann 26. júlí árið 1988 drukknaði Sigurjón Helgi Ástvaldsson, faðir Gísla, við Siglunes í óveðri, hann var 31 árs að aldri. Gísli var bugaður af sorg eftir fráfall föður síns, en aðspurður segist hann enga aðstoð hafa fengið vegna sorgarinnar.

„Andlát pabba var það erfiðasta sem hefur komið fyrir mig og ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa honum, mér fannst hann hafa svikið mig. Áfallið mótaði mig og gerði mig að þeim manni sem ég er í dag, ég náði aldrei aftur að verða krakki,“ segir Gísli. „Ég vildi bara vera eins og pabbi, hann var sterkastur og bestur og ég vildi vera hann einhvern veginn.“

Eftir föðurmissinn valdi Gísli að búa hjá móðurömmu sinni í stað þess að flytja til móður sinnar í Reykjavík. „Ég vildi ekki fara suður með mömmu, ég vildi bara vera hjá ömmu. Mér fannst svo langt að fara á skíði í Reykjavík, ég gat bara tekið skíðin á axlirnar og gengið upp í fjall heima í Ólafsfirði. Ég hélt ég myndi verða áfram sami strákur og ég var, og ætlaði að verða bestur á skíðum og þess háttar, en eins og ég segi þá breyttist ég.“

Hann segist hafa brenglast eitthvað við fráfall föður síns og sorgina, byrjaði fljótlega að drekka, en segist aldrei hafa prófað annað en áfengi. „Þetta var svona konur og brennivín,“ segir Gísli og brosir. Þrátt fyrir drykkju, stundaði hann skíði af miklum krafti og var góður, að eigin sögn.  „Ég stundaði alltaf skíði á Ólafsfirði og var mjög góður þótt ég hafi verið aðeins að sulla. Ég keppti fyrir Ísland á Ólympíuleikum Æskunnar árið 1992, og var unglingameistari í svigi árið 1993.“

Lestu viðtalið við Gísla í Mannlífi.

- Auglýsing -

Efnisorð

Deila

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -