2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Pabbi mætir ekki í brúðkaupið

Nú styttist óðum í að leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins láti pússa sig saman, en þau játast hvort öðru laugardaginn 19. maí í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala.

Faðir Meghan, Thomas Markle, segir í samtali við miðilinn TMZ að hann ætli ekki í brúðkaupið þar sem hann hafi fengið hjartaáfall þann 8. maí síðastliðinn. Kemur þessi frétt í kjölfar tilkynningar frá Kensington-höll þann 4. maí um að Thomas myndi leiða dóttur sína upp að altarinu. Segir í tilkynningunni að Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, muni ferðast til Bretlands í þessari viku og að bæði Meghan og Harry séu spennt yfir komu þeirra.

Nú virðist hins vegar sem aðeins móðir leikkonunnar mæti á svæðið.

Sjá einnig: Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið.

Ætla má að þessi afboðun Thomasar tengist myndahneyksli sem kom upp nýverið þegar fréttamiðillinn Daily Mail birti myndir af honum á internetkaffi í Mexíkó með ljósmyndaranum Jeff Rayner. Virtust kumpánarnir vera að stilla Thomas upp við tölvu þar sem hann væri að lesa fréttir af dóttur sinni og Harry. Í viðtali við TMZ segir Thomas harma að hafa hlustað á paparassana en hálfsystir Meghan, Samantha Markle, segist taka ábyrgð á þessu klúðri og að það hafi verið hún sem stakk upp á þessu við föður sinn.

Heimildarmaður tímaritsins Us Weekly segir að Meghan sé í rusli yfir þessum myndum en bætir við að samband hennar við föður sinn hafi ávallt verið stirrt vegna þess hve hvatvís og ábyrgarlaus hann er.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Harry prins hættir í kolvetnum til að léttast fyrir brúðkaupið.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is