Miðvikudagur 6. júlí, 2022
13 C
Reykjavik

„Palestína er enginn staður fyrir homma“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf tekur vikulega saman eftirminnileg ummæli liðinnar viku og hér má sjá nokkur þeirra.

„Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt. Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma.

„Sú var tíðin að móðurkviður var öruggt skjól fyrir hið ófædda barn. Nú er það eini staðurinn þar sem Íslendingar eru réttdræpir.“
Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem sem Gunnar í Krossinum, leggst algjörlega gegn þungunarrofi og á Facebook segir hann m.a. að fjöldi fóstureyðinga á Íslandi hafi orðið til þess flytja þurfi inn erlent vinnuafl.

„Vill einhver vera svo væn að vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna.“
Sigríður Guðmarsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarholtskirkju.

„Hér er um að ræða mál sem er mjög lýsandi því miður fyrir það hvernig menn nálgast allt of oft umhverfismálin með því sem er ekki hægt að kalla annað en sýndarmennsku.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir plastpokabann Alþingis skaðlega sýndarmennsku.

„Pólitíkusar mega heldur ekki verða meðvirkir bullinu. Svona málflutning þarf að leiðrétta. Hátt og snjallt. Hann er ógn við sjálft lýðræðið.“
Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, gagnrýnir málflutning Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, sem berst gegn innleiðingu Þriðja orkupakkans.

„Þetta er verkefni stjórnvalda, fyrirtækja og almennings, að takast sameiginlega á við þessa stærstu áskorun 21. aldarinnar. Það er ekkert annað í boði.“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra útilokar ekki að lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í tilefni af nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.

- Auglýsing -

„Palestína er enginn staður fyrir homma.“
Margréti Friðriksdóttur, sem heldur úti Stjórnmálaspjallinu á Facebook, finnst stuðningur fólks við Palestínu oft vera hræsni.

„Ég ætla að koma Hatara alla leið í þessari keppni. Ef við förum í gegnum undankeppnina ætla ég að sjá til þess að við gerum vel í þessum úrslitum 18. maí. Það er mitt hlutverk og þær skyldur sem ég ber gagnvart íslensku þjóðinni.“
Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, tekur hlutverki sínu ekki af léttúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -