Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Páll er látinn: „Áður en hann dó þurfti hann að vita hvernig United-leikurinn fór“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll G. Guðmundsson er látinn, tæplega áttræður að aldri. Hann lést á heimili sínu í fyrradag eftir erfið veikindi.

DV greindi frá andlátinu og fer yfir stórt hlutverk KR í lífi Páls. Hann starfaði lengi sem vélfræðingur og meðfram vinnu sinni varði hann ómældum tíma í félagsstarf hjá knattspyrnufélaginu. Hann vann ötullega að dómaramálum og uppbyggingu meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.

Blessuð sé minning Páls.

„KR var númer eitt tvö og þrjú,“ sagði Ásta Jónsdóttir, eftirlifandi eiginkona Páls, í samtali við DV. „Það sem kom honum alltaf í gott skap var að fjölskyldan væri hér öll saman komin og þegar KR vann. Það sem kom honum síðan alltaf í vont skap var þegar KR tapaði.“

Það var hinsta ósk Páls að fá að deyja hérna heima hjá sér, að vera í sínu umhverfi „Kvöldið áður en hann dó þurfti hann að vita hvernig United-leikurinn fór. Hann Palli var svo mikill húmoristi og hann hélt í húmorinn fram á síðustu stundu. Við fengum mörg skondin tilsvör frá honum alveg fram á næstsíðasta klukkutímann. Hann var alltaf svo lífsglaður og hann var skýr í hugsun alveg fram á síðustu stundu,“ segir Ásta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -