Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Páll kennari segir Stígamót vera fjárplógssamtök með karlhöturum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KSÍ lætur nokkrar illa gerðar hræður út í bæ segja sér fyrir verkum. Rökin eru þau að „vernda þurfti liðið.“ Fyrir hverju? Karlhöturum í Stígamótum?segir meðal annars í einni bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar kennara.
Um 70 prósent háskólanema eru konur, formleg völd streyma í stríðum straumi inn meyjarhaftið,skrifar hann í annarri færslu.

Mannlíf ræddi við Kristinn Þorsteinsson skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ í gær. Sagði hann að engin niðurstaða væri komin í mál Páls Vilhjálmssonar þrátt fyrir fund fyrr um daginn. Margir foreldra barna við skólann hafa krafist þess að Páll láti af störfum vegna ummæla hans í bloggfærslu.

Kristinn sagði að nemendum og forráðamönnum yrði send tilkynning vegna málsins og var það gert í gær.
Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Páll muni starfa áfram við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Kristinn segir þá að tjáningarfrelsi sé mikilvægt án þess að þurfa að hafa áhyggjur af atvinnu sinni.

„Til að allrar sanngirni sé gætt þá hef ég fengið nokkra pósta og símtöl þar sem áhersla er lögð á rétt Páls til að tjá sig í ræðu og riti en talsverður meirihluti þeirra sem hefur haft samband er mjög gagnrýninn á skrif Páls og í mörgum tilfellum þess krafist að ég grípi til aðgerða vegna þeirra.“
Kristinn segir Pál hafa kennt við skólann á annan áratug og sinnt starfi sínu vel.
„Því er ég undrandi og afar ósáttur við að hann sendi þeim sem glíma við geðsjúkdóma þessi skilaboð.“

Ekki náðist í Kristinn við gerð fréttar og því liggur ekki fyrir hvort fleiri en ein bloggfærsla Páls hafi verið skoðuð.

Ljóst er að margar bloggfærslur Páls eru litaðar af harðri gagnrýni, meðal annars stígamóta en notar Páll orðalag eins og stígamótafasismi og segir Stígamót fjárplógssamtök

Segir í bloggfærslu Páls þann 5.október síðastliðinn:
KSÍ lætur nokkrar illa gerðar hræður út í bæ segja sér fyrir verkum. Rökin eru þau að „vernda þurfti liðið.“ Fyrir hverju? Karlhöturum í Stígamótum? Stelpum í leit að sykurpabba?Það er óþarfi að vernda Stígamótalandsliðið gegn árangri. Hann verður hvort eð er aldrei neinn’’.

- Auglýsing -

Sama dag skrifar Páll aðra færslu en þar segir:

„Stígamótafasisminn skiptir mannfólkinu í þolendur og gerendur. Þolendur ákæra, sakborninga er að játa og taka út refsingu sem á þessu stigi málsins er útskúfun. Lesist: konur ákæra, karlar eru fyrirfram sekir..
Valdafemínisma gengur allt í haginn þessi misserin. Um 70 prósent háskólanema eru konur, formleg völd streyma í stríðum straumi inn meyjarhaftið. Karlar eru óðum að verða húsverðir í kvennahöll. Skyldi ætla að hægja mætti á fasísku orðræðunni. En þar liggur hundurinn grafinn. Mikill vill meira.
„Geð konunnar er yfirborð, úfin og ólgandi slikja á grunnu vatni,“ mælti Zaraþústra Nietzsche.
En hvað liggur í djúpinu?“

Þann 30. September skrifar Páll:
,,Stígamót eru fjárplógssamtök sem stunda skipulega skoðanakúgun og raka til sín fé með hótunum. Stígamót svífast einskins til að koma ár sinni fyrir borð.KSÍ lyppaðist niður og liggur enn í svaðinu eftir að hafa orðið skotmark Stígamóta.
Stígamótalandsliðið er skammarblettur á íþróttahreyfingunni.’’

- Auglýsing -

Lesa má blogg Páls hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -