• Orðrómur

Páll minnist vinar og afreksmanns: „John Snorri hefði vel getað orðið geim­fari“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„John og Lína voru ein­stak­lega flott hjón. Lína stór­glæsi­leg, eld­klár, ein­beitt, harðdug­leg og skemmti­leg. John fjall­mynd­ar­leg­ur, með lokk­ana sína út um allt, brosið breitt og hlát­ur­inn smit­andi. Og líka eld­klár og dug­leg­ur, fjöl­hæf­ur og ein­hvern veg­inn gat allt sem hann tók sér fyr­ir hend­ur. Og sem hjón full­komnuðu þau hvort annað og voru sam­stiga og sam­hent í öll­um sín­um verk­efn­um,“ skrifar Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, um vin sinn Johns Snorra Sigurjónsson, sem talinn er af á ´fjallinu K-2. Páll rifjar upp þá góðu samleið sem John Snorri og Lína Móey áttu þar til yfir lauk.

Saman að sigra

„Lína Móey var gift fjall­göngu­manni sem vildi tak­ast á við mestu áskor­an­ir sem hægt er að tak­ast á við í fjalla­mennsku. Hún gaf hon­um frelsi til þess og veitti hon­um all­an stuðning sem hún gat. Verk­efnið hans varð um leið verk­efnið henn­ar. Sam­an voru þau að sigra hæstu tinda heims. Þegar John Snorri gekk á Lhot­se, fjórða hæsta fjall heims, flaug Lína út og fór á móti hon­um og gekk áleiðis í grunn­búðir Ev­erest með litla gutt­ann þeirra á öxl­inni og annað á leiðinni und­ir belti. Jafn­vel Guðrún Þór­ar­ins­dótt­ir sem á 19. öld gekk úr Hvann­döl­um fjör­una yfir í Héðins­fjörð um há­vet­ur með lítið barn á öxl­inni og annað und­ir belti hefði verið stolt af slíku ferðalagi. Og þegar John sigraði K2 sum­arið 2017 var Lína fyrst til að fagna hon­um og um leið gefa hon­um leyfi til að klífa Broad Peak, tólfta hæsta fjall heims bara nokkr­um dög­um síðar“.

Náttúrubarn

„John Snorri var magnaður fjallamaður. Nátt­úru­barn með mikla aðlög­un­ar­hæfni. Hann hafði oft sýnt það og sannað og vakið aðdáun og undr­un í heimi háfjalla­fólks og áunnið sér virðingu á skömm­um tíma, meira að segja meðal sjerp­anna sem þykja ein­stak­ir háfjallagarp­ar.

- Auglýsing -

Páll Guðmundsson minnist vinar og afreksmanns.

John Snorri hafði á skömm­um tíma klifið fjög­ur af 14 áttaþúsund metra fjöll­un­um og stefndi á að klára þau öll. Auk þess hafði hann klifið fjöl­mörg önn­ur fræg fjöll, til að mynda Matter­horn þar sem hann skokkaði úr bæn­um Zermatt upp á hæsta tind á þessu fræga fjalli og til baka á rétt rúm­um fjór­um tím­um“.

Trúðum á kraftaverk

„Johns Snorra er nú sárt saknað af fjöl­skyldu, ætt­ingj­um og vin­um. Um tíma trúðum við á krafta­verk og hann kæmi gang­andi niður í grunn­búðir K2, eft­ir að eitt­hvað hafði greini­lega farið úr­skeiðis að morgni laug­ar­dags 6. fe­brú­ar sl. Nú eig­um við ekki þá von leng­ur. K2 – fjall fjall­anna, The mountain of the mountains – vildi ekki hleypa sum­ar­drengn­um okk­ar bjarta heim í faðm fjöl­skyld­unn­ar. Slík hafa orðið ör­lög margra sem klífa hæstu fjöll heims. Það er sárt og það er vont að vita ekki at­b­urðarás­ina alla. Þegar John Snorri kleif K2 2017 höfðu færri kom­ist á tind fjalls­ins en hafa farið út í geim. Fyr­ir vetr­ar­tíma­bilið núna hafði eng­inn kom­ist á tind K2 að vetr­ar­lagi. Vetr­araðstæður á K2 eru þær erfiðustu í heim­in­um sem hægt er að hugsa sér. Frostið um 50 til 60 gráður, vind­hraðinn get­ur orðið ógn­væn­leg­ur og þunna loftið yfir 8.000 metr­un­um ger­ir mann­legt líf nán­ast óbæri­legt. Fyr­ir marga get­ur verið illskilj­an­legt að leggja í slík­an leiðang­ur. Og það er kannski bara allt í lagi“.

Meira en fjallabaktería

- Auglýsing -

„Maður þarf ekki að skilja allt. Maður þarf ekki endi­lega að hafa skoðanir á öllu. John var eina mín­útu að út­skýra fyr­ir mér að hann yrði að tak­ast við á við þetta verk­efni. Þetta var allt í bein­un­um í hon­um og blóðinu. Þetta var svo miklu meira en fjalla­bakt­ería sem sum okk­ar fá. Þetta var ástríða, köll­un sem hann varð að svara. John Snorri hefði vel getað orðið geim­fari. Hann hefði ekki skor­ast und­an því að að vera send­ur í geimskutlu á móts við risa­stór­an loft­stein sem stefndi á jörðina. Hann hefði gert það til að bjarga mann­kyn­inu ef hann hefði getað. Þannig hafði hann aðra sýn en við flest hin. Við hefðum legið uppi í sófa með fjar­stýr­ing­una af sjón­varp­inu og fylgst með frétt­um af geimskutl­unni. En þótt John hafi kosið að tak­ast á við áskor­an­ir sem voru okk­ur hinum ómögu­leg þá var hann fyrst og síðast elsk­andi eig­inmaður, um­hyggju­sam­ur faðir og frá­bær vin­ur“.

Lína og John Snorri.

„Og nú er sag­an þeirra orðin sag­an henn­ar Línu. Ég er viss um að það verður góð og fal­leg saga. Og þó að John sé ekki leng­ur á meðal okk­ar í lif­andi lífi, bros­andi og geislandi glaður, þá varðveit­um við í hjarta okk­ar minn­ing­ar um sann­kallaðan af­reks­mann en ekki síður ein­stak­an mann­vin og góða mann­eskju,“ skrifar Páll Guðmundsson. Grein hans birtist á mbl.is en hann gaf Mannlífi góðfúslega leyfi til að birta hana í heilu lagi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -