Sunnudagur 13. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Páll Samherjaskipstjóri hraunar yfir Helga Seljan- Góða fólkið oft hreinir hræsnarar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í hnotskurn má segja að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi í raun aftengt lögbundið hlutleysi RÚV með verkum sínum,” segir Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, í aðsendri grein á Vísi.

„Góða fólkið“

Páll er ævareiður út í það sem hann segir stundum er nefnt „góða fólkið“ í opinberri umræðu hér á landi en sé oft á tíðum alls ekki gott eða vel innrætt og oft hreinir hræsnarar upp til hópa. „Þetta fólk sér flísina í auga náungans en ef það er gert afturreka með sína gagnrýni, eða þarf að kyngja henni, mætir það niðurstöðunni með þögn, hunsar hana eða telur hana ekki skipta máli fyrir sig.”

Hann segir viðbrögð Ríkisútvarpsins og stuðningsmanna þeirra við nýbirtum úrskurði siðanefndar ríkisfjölmiðilsins vera klassískt dæmi um þetta. „Síðastliðinn föstudag kvað siðanefndin upp úrskurð þess efnis að fréttamaður Ríkisútvarpsins hefði gerst brotlegur við siðareglurnar með skrifum sínum á Twitter og Facebook um málefni tengd Samherja. Um er að ræða ákvæði í siðareglum Ríkisútvarpsins sem leggur bann við því að starfsfólk, sem sinnir fréttum og dagskrárgerð, taki opinberlega afstöðu um umdeild eða pólitísk mál á samfélagsmiðlum. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra og tryggja hlutleysi fréttamanna og fréttastofu Ríkisútvarpsins.”

„Helgi vanhæfur“

Páll skýtur einnig föstum skotum á Helga Seljan fréttamann og bendir á að siðanefndin telji brot Helga alvarleg. Hann segir Helga vanhæfan til að fjalla um málefni Samherja. „Menn þurfa að vera sérstaklega innréttaðir til þess skrifa svona mikið um eitt fyrirtæki í frítíma sínum. Sérstaklega þegar þeir fjalla mjög reglulega um þetta sama fyrirtæki í starfi sínu sem fréttamenn. Þetta og margt fleira styður þá ályktun að viðkomandi hafi haft Samherja á heilanum og beitt sér sérstaklega gegn fyrirtækinu í starfi sínu.“

- Auglýsing -

„Fréttaflutningur af eigin geðþótta“

Og Páll heldur áfram. „Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á fréttamanninum að Samherji rifjaði upp á heimasíðu sinni, þegar úrskurður siðanefndarinnar lá fyrir, að viðkomandi hefur ítrekað viðhaft ámælisverð vinnubrögð í tengslum við umfjöllun um Samherja í miðlum Ríkisútvarpsins undanfarinn áratug. Hefur hann orðið uppvís að því að hagræða gögnum, slíta upplýsingar úr samhengi og laga fréttaflutning að eigin geðþótta.“

Páll tiltekur mörg dæmi þar sem hann telur Samherja ekki hafa notið sannmælis í fréttaflutningi hjá Ríkisútvarpinu, meðal annars um frétt um undirverðlækningu fisks, niðurfellingu sakamálarannsóknar og Noregi á viðskiptum Samherja við norska bankann DBN. „Í þriðja lagi var óeðlilegum samskiptum fréttamannsins og fyrrum framkvæmdastjóra hjá Seðlabankanum stungið undir stól í skjóli einhvers konar trúnaðar við starfsmenn og heimildarmenn. Höfðu þau tvö verið í samskiptum í margar vikur í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og hafði fréttamaðurinn sent framkvæmdastjóranum uppfærð drög að frétt um húsleitina til yfirlestrar daginn áður en hún fór fram.”

- Auglýsing -

„Skotgrafahernaður gegn Samherja“

„Í hnotskurn má segja að starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi í raun aftengt lögbundið hlutleysi RÚV með verkum sínum. Þá hafa þeir varpað heilbrigðum starfsvenjum fyrir róða í því skyni að halda áfram skotgrafarhernaði gegn Samherja.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -