Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Páll Winkel líka á „píluspjaldi“ Róberts: „Mér brá við að sjá þessi gögn, varð eiginlega orðlaus“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman hefur lagt á ráðin um að koma höggi á ýmsa óvildarmenn í starfi sínu sem forstjóri Alvogen og Alvotech. Róbert mun meðal annars hafa beitt sér fyrir því að Halldór Kristmannsson, einn nánasti samstarfsmaður hans til 18 ára, gerði atlögu að æru og mannorði tveggja íslenskra embættismanna. Páll Winkel fangelsismálastjóri er annar þeirra tveggja embættismanna, sem Róbert vildi „taka niður“. Nafn hans hefur hinsvegar ekki komið fram í fjölmiðlum fyrr en nú.

Mannlíf greindi nýlega frá því að Haraldur Johannessen, fyrrum ríkislögreglustjóri, hafi komist á „píluspjald“ Róberts, eftir að hafa neyðst til að greiða syni Haralds hæstu skaðabætur Íslandssögunnar. Í kjölfar dóms hæstaréttar árið 2016, var Róbert nauðbeygður að greiða Mattíasi Johannessen um 1400 milljónir króna í bætur. Ekki er vitað með vissu hvers vegna Páll Winkel komst í ónáð hjá Róbert og í samtali við Mannlíf segist hann sjálfur ekki vita hvers vegna. „Mér brá við að sjá þessi gögn, varð eiginlega orðlaus. Ég átta mig ekki á því hvaða vegferð þetta er og veit ekkert hvers vegna ég er í skotlínu einhvers fjármálamanns sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við,“ segir Páll.

Sjá einnig: Róbert vildi klekkja á ríkislögreglustjóra – Sonurinn fékk hæstu skaðabætur Íslandssögunnar

Vaxandi ósætti

Þann 29. mars sendi Halldór yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann upplýsti um alvarlegan ágreining á milli hans og Róberts sumarið 2018 og aftur í september 2020. Ágreiningur mun hafa snúist um það hvernig Róbert vildi ráðast í rógsherferðir í fjölmiðlum gegn óvildarmönnum sínum. Því hafi Halldór staðfastlega neitað og því hafi vaxandi ósætti myndast milli þeirra eins og fjallað var um í tilkynningu.

„Í tugum tölvupósta og textaskilaboða Róberts eru umræddir óvildarmenn bornir þungum sökum, sem ég tel að hafi í senn verið algjörlega ósannar og svívirðilegar. Ég hef lagt fram þessi gögn og óskað eftir því formlega við Róbert og stjórnir fyrirtækjanna að þau svari þessum ásökunum. Ég hef jafnframt sett mig í samband við alla þessa aðila, sem ég tel rétt að Róbert biðji afsökunar.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Róbert sakaður um hótanir og ofbeldi: „Ég mun eyðileggja þig og fjölskyldu þína“

Skoða réttarstöðu sína

Samkvæmt Stundinni hafa bæði Haraldur og Matthías sonur hans fengið að sjá gögn þar sem Róbert Wessman lagði á ráðin um að koma höggi á þá báða. Þar segir að báðir skoði þeir réttarstöðu sína gagnvart Róberti þar sem mögulega verði höfðað mál vegna ásakana og áburðar sem fram koma í tölvupóstum og SMS-skilaboðum forstjórans. Póstarnir og skilaboðin eru hluti af þeim rannsóknargöngum sem lyfjafyrirtækið neitar að afhenda fjölmiðum.

- Auglýsing -

Haraldur vildi heldur ekki tjá sig um málið við Mannlíf þegar eftir því var leitað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -