Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Persónuvernd sektar Kópavogsbæ um fjórar milljónir króna fyrir brot á persónuverndarlögum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kópavogsbær braut með margvíslegum hætti á persónuverndarlöggjöfinni með notkun á Seesaw-nemendakerfinu; er þetta niðurstaða Persónuverndar sem hefur sektað sveitarfélagið um fjórar milljónir króna.

Persónuvernd horfði til þess að brot sveitarfélagsins hefðu beinst að persónuvernd barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni.

Persónuvernd leit einnig til þess að Kópavogsbær hefði haldið áfram að nota Seesaw-nemendakerfið þrátt fyrir úrskurð í máli Reykjavíkurborgar. Þar komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að kerfið stæðist ekki persónuverndarlöggjöfina. Borgin var sektuð um fimm milljónir króna og henni gert að eyða út öllum persónuupplýsingum.

Persónuvernd tekur fram að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna brotanna og segir allt benda til þess að almennt upplýsingaöryggi Seesaw sé fullnægjandi. Þá segir stofnunin að Kópavogsbær hafi svarað öllum erindum með skýrum og greinargóðum hætti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -