Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Persónuverndin kostar hundruði milljóna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hjúkrunarheimili landsins í mikilli óvissu.

Eftir / Lindu Blöndal

Ekki verður hægt reka hjúkrunarrými landsins við óbreyttar aðstæður án viðbótarfjármagns, segja Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, og Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Pétur Magnússon, stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Breytt hjúkrunarheimili
Geðhjúkrunarrýmum hefur m.a. fjölgað sem og yngra fólki, eldri einstaklingar eru einnig verr á sig komnir en áður, að sögn Péturs. Samkvæmt tölum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) eru 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum. Pétur segir þennan yngri hóp reyndar fjölmennari en þessar tölur segi til um.

Kostnaður við þjónustuna ekki greindur
2700 hjúkrunarrými eru á landinu öllu og stjórnvöld kostnaðargreina ekki þjónustuna nema takmarkað, líkt og kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem kom út í byrjun árs. Samningurinn við hjúkrunarheimilin er langstærsti samningurinn sem gerður er af hálfu SÍ.

Valgerður Freyja Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Vilja að stjórnvöld leggi til niðurskurðinn
Samninganefndir Samtakanna og Sambandsins krefja SÍ um tillögur um hvar skera eigi niður í þjónustunni. Það sé stjórnvalda að ákveða hvaða þjónustu eigi sleppa í ljósi þess að auknar skyldur eru lagðar á hjúkrunarheimilin með nýjum lögum, m.a. aukin krafa um persónuvernd sem mun kalla á nýtt starfsgildi hjá hjúkrunarheimilum og kosta þau á milli 400 til 800 milljónir.
Valgerður segir að samninganefndirnar hafi fengið afsvar um að fá fund með heilbrigðisráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -