• Orðrómur

Pétur Áskell er látinn langt fyrir aldur fram

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Pétur Áskell Svavarsson er látinn en hann var einungis 40 ára að aldri. Útför hans fór fram fyrr í dag og hans minnst í Morgunblaðinu. Pétur var vélamaður og vann við ýmsar framkvæmdir, svo sem við virkjanir og jarðgangagerð. Í minningargreinum kemur fram að Pétur átti við fíknisjúkdóm að stríða. Ættingjar hans hafa orð á því hve hræðileg örlög það sé að læknast ekki af þeim lífshættulega sjúkdómi. Alvarlegt vinnuslys varð til þess hann upplifði miklar kvalir í öðrum fæti.

Pétri er lýst sem útsjónasömum og ofvirkum dugnaðarforki. „Það sem einkenndi Pésa var útsjónarsemi og sjálfsbjargarhvöt í að finna sér leiðir til að gera það sem honum datt í hug. Snemma á unglingsárum hans mátti oft koma að honum með ónýt raftæki sem hann var byrjaður að skrúfa í sundur og laga og var herbergið hans á tíðum eins og vélaverkstæði með sokkapari hér og þar á milli,“ segir í minningargrein.

Hann tók sig þó ekki alvarlega og var uppátækjasamur. „Pési var góð eftirherma og gerðu systkinin stundum símaat. Skemmtilegt dæmi var persóna sem þurfti aðstoð við að hlaða GSM-kortið sitt með inneign af skafkorti þar sem ekki væri pláss fyrir kortið í símanum. Upphófst þá langt símtal þar sem starfsmaðurinn reyndi að útskýra að það ætti að setja númerin á kortinu í símann en ekki kortið sjálft,“ segir í Morgunblaðinu.

- Auglýsing -

Pétur starfaði til sjós en einnig vann hann á vinnuvélum við við Kárahnjúkavirkjun, Vaðlaheiðargöng og í Noregi. Það var við slík störf sem hann lenti í vinnuslysi með þeim afleiðingum að fótur hann bæklaðist og mátti hann lifa með miklar kvalir í fætinum allt til loka. Ættingjar hafa segja lífið sem fylgi fíknisjúkdómi sé átakanlegt.

„Þegar lifað er með fíknisjúkdóm eins og Pési gerði má gera ráð fyrir því að svo geti farið að ekki verði snúið aftur við. Síðustu árin virtist stefna í það þó hann sjálfur, fjölskyldan hans og vinir vonuðust alltaf til þess að einn daginn væri hann öruggur frá þeim slæmu örlögum sem sjúkdómurinn er. Lífið sem fylgir honum er átakanlegt og veldur skaða. Að morgni 1. apríl fékk fjölskyldan þær sorgarfréttir að Pési væri nú látinn. Einhvern veginn var það í anda Pésa að kveðja þann 1. apríl og brá fyrir þeirri hugsun hvort þetta væri bara nokkuð satt.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -