Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Pétur fékk upp í kok og birtir bréf: Samfylkingin „pólitískt jaðarsamfélag vina“ en ekki flokkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur G. Markan, upplýsingafulltrúi þjóðkirkjunnar, hefur sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa fylgt flokknum frá stofnun. Hann greinir frá þessu á Facebook og birtir bréf sem hann sendi flokknum í morgun. Þar segir hann Samfylkinguna ekki lengur breiðfylkingu heldur „pólitískt jaðarsamfélag vina“. Hann nefnir einnig lokað spjall flokksins á netinu en samkvæmt lekum þaðan undanfarið þá er engin lognmolla þar.

„Þessi póstur er búinn að vera lengi að myndast hausnum á mér – hef skrifað hann margoft. Ákveðið að bíða aðeins og sjá. Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking – breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón – jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað,“ segir Pétur í bréfinu.

Hann segist ekki lengur langa að vinna nokkurt starf fyrir flokkinn. „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“

Hann segir að skoðanir sínar séu þær sömu og áður. „Það eru því ekki pólitísk frama-vonbrigði eða listablús sem eru til grundvallar þessari ákvörðun. Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta – þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður. Um leið og ég þakka fyrir gönguna, samstarfið og allar góðar stundir og óska flokknum gleði og hamingju segi ég mig úr Samfylkingunni með þessum pósti.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -