• Orðrómur

Pétur Jóhann biðst afsökunar: „Það var ekki ætlun mín að særa“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Myndband af Pétri Jóhanni Sigfússyni uppistandara, sem Björn Bragi Arnarsson uppistandari tók upp í afmæli Egils Einarssonar einkaþjálfara síðustu helgi hefur farið sem eldur um samfélagsmiðla eftir að Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur og baráttukona fyrir mannréttindum vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni.

Sjá einnig: Sema Erla sakar Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil um rasisma og kvenfyrirlitningu

Sagði Sema Erla þá þrjá sýna af rasisma og kvenfyrirlitningu með hegðun sinni. Allir fjölmiðlar landsins tóku færslu hennar upp og vöktu athygli á málinu. Sitt sýnist hverjum um hegðun þeirra félaga, og á meðan sumir telja þá sýna af sér rasisma og kvenfyrirlitningu finnst öðrum grínið í lagi. Margir benda einnig á að það hafi farið fram í einkapartýi, meðan aðrir benda á að þá hefðu félagarnir mátt sleppa því að pósta því fyrir alla að sjá á samfélagsmiðlum. Fékk Sema Erla yfir sig fjölda skilaboða, þar á meðal horðhótanir gagnvart fjölskyldu hennar.

Sjá einnig: Robert Douglas þakkar Semu fyrir að vekja athygli á „ógeðslegum rasisma“

Í dag birti Pétur Jóhann færslu á Facebook þar sem hann segist sjá eftir framferði sínu og biðst einlægrar afsökunar.

„Elsku þið öll.
Myndband sem tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa. Það er alveg ljóst að ég hef lært af þessu máli og þeirri umræðu sem af því hlaust.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Ef við getum lært rasisma þá er líka hægt að læra að vera ekki rasisti“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -