Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Pétur var ekki faðir Harðar – Móðir hans plataði fleiri menn: „Þau giftust ekki af ást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörður Pétursson, í dag Hörður Jón Fossberg Pétursson, var rangfeðraður alla ævi en ráðgátan um faðerni hans var loksins leyst nýverið. Hörður er á níræðisaldri en DNA-próf staðfesti loksins það sem honum hefði grunað lengi. Hörður er ekki sonur Péturs Hoffmanns Salómonssonar sem kenndur var við Selsvör, heldur Gunnlaugs Jónssonar Fossbergs kaupmanns.

Hörðurs rekur þessa sögu í sunnudagsútgáfu en það er óhætt að segja að tilhugalíf móður hans hafi verið skrautlegt. Því Pétur var ekki eini maðurinn sem hún blekkti og taldi trú um að eiga barn hennar. Sveinbjörg Sigfúsdóttir, mamma hans, varð fyrst ólétt árið 1919 eftir læknakandídat sem var trúlofaður annarri og var að undirbúa brúðkaupið.

Þá flutti Sveinbjörg til Danmerkur, mögulega til að fara í fóstureyðingu, segir Hörður. Barnið fæddist þó þar ytra. Stuttu síðar leitar Pétur Hoffman til móður hennar og ákveða þau að hún muni giftast honum. „Og hvað á fátæk stúlka að gera? Hún gengur að þessu og eins og ég segi, gerir sig að ambátt. Þau giftust ekki af ást,“ lýsir Hörður.

Það kemur líklega ekki á óvart að það hjónaband var ekki hamingjusamt. Börnin urðu þó átta en Hörður fæðist um svipað leyti og þau eru að skilja. Hún eignast svo annað barn, stúlku, ári síðar en Hörður telur að það sé eina alsystkini sitt.  Þá reyndi hún að endurtaka leikinn og var einunis bíræfnari. Í Morgunblaðinu rekur Hörður þau svik:

„Þá er systir mömmu, sú sem hún dvaldi hjá í Danmörku þegar hún átti fyrsta barnið, stödd á Íslandi, en hún hafði verið trúlofuð dönskum manni úti. Hann hafði slitið sambandinu og var kominn með aðra konu. Mamma fæðir telpuna í júlí 1932 og þá er systir hennar enn hér á landi. Mamma er þá komin með átta börn. Systir hennar býðst til að taka barnið að sér og mamma lætur það eftir henni. Systir mömmu skrifar danska manninum og segir honum að hún væri ófrísk eftir hann og hann sleit þá sambandinu úti. Mamma fæðir svo barnið og gefur systur sinni, en á fæðingarvottorðinu stóð 3.7. 1932 en frænka mín breytir sjöunni í átta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -