Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Píratar brjálaðir yfir kynjahlutfalli hóps um kynfræðslu í skólum: „Hvernig getur þetta gerst?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratar eru síður en svo sáttir með Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og skipan hennar í starfshóp sem efla á kynfræðslu í skólum. Þeir telja kynjahlutfallið í hópnum fáránlegt og gagnrýna einnig að enginn fulltrúi hinsegin samfélagsins fái þar sæti.

Ástæðan fyrir því að Píratar eru ósáttir er sú að í hópnum sem Lilja skipaði sitja ellefu konur og tveir karlar. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kom fram að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ráðuneytisins hafi ekki tekist að jafna kynjahallann betur.

Það er Ingimundur Stefánsson sem hefur umræðuna á Pírataspjallinu á Facebook og bendir þar á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem menntamálaráðherrar láti bara konur móta kynfræðikennsluna. Það hafi Katrín Jakobsdóttir einnig gert á sínum tíma.

„Þetta er með ólíkindum – og kallar á Kastljósþátt. Hvernig getur það gerst að mennatmálaráðuneyti finnur ekki karla hjá einhverju þessarra apparata, nú eða annarra, til að móta þessa stefnu um kynfræðlu??? Einhverra hluta vegna er þessu ráðuneyti mislagðar hendur – Katrín Jakobs í hlutverki menntamálaráðherra hýsti kennslugagn í kynjafræðum, Kynungabók, sem eingöngu var ritstýrð og rituð af konum 6. Karl myndskreytti og prófarkalas,“ segir Ingimundur.

Fjölmargir Píratar gagnrýna kynjahlutfall starfshópsins. Helgi Ingólfsson bendir á ungan aldur karlanna tveggja sem í hópnum eru. Hann óttast fyrirfram talsverða slagsíðu í vinnu hópsins. „Karlmennirnir tveir í þessum hópi eru, held ég, báðir piltar á táningsaldri. Sem þarf alls ekki að gera þá síður hæfa til starfsins, skal tekið fram. En tveir unglingspiltar andspænis 11 galvöskum konum, sem sumar hverjar eru heilmikil ljón með hvesstar klær og hreinar bombur í fræðunum – æ, ég hef lent í ekkert mjög ósvipuðum aðstæðum og vildi ekki vera í sporum blessaðra drengjanna – þótt ég efist ekki um að þeir standi sig vel,“ segir Helgi.

Birna Eik Benediktsdóttir er alls ekki sátt. „Magnað að setja upp svona nefnd og hafa enga hisegin eða transmanneskju með í henni,“ segir Birna.

- Auglýsing -

 

Svona lítur starfshópur Lilju út:

Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og formaður hópsins, án tilnefningar,

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur og rithöfundur án tilnefningar,

Sóley Sesselja Bender, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði í Háskóla Íslands, án tilnefningar,

Unnur Þöll Benediktsdóttir, án tilnefningar,

Sigurþór Maggi Snorrason, Samband íslenskra framhaldsskólanema,

Ingólfur Atli Ingason, Samfés – landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi,

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Samband íslenskra sveitarfélaga,

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Kennarasamband Íslands

Sigrún Sóley Jökulsdóttir, Menntamálastofnun,

Ása Sjöfn Lórensdóttir, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar,

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Embætti landlæknis,

Þóra Björt Sveinsdóttir, Stígamót,

Indíana Rós Ægisdóttir, Kynís – Kynfræðifélagi Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -