• Orðrómur

Píratar efna fyrsta og furðulegasta kosningaloforðið: „Skal taka það á mig að gerast rostungur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Koma Píratar eitthvað nálægt óvæntri heimsókn rostungsins Valla?

Eins og þekkt er víða um lönd eiga stjórnmálaflokkar og menn það til að lofa upp í ermina á sér. Fræg dæmi um slíkt hér á landi er til að mynda loforð Framsóknarflokksins í síðari hluta síðustu aldar, um fíkniefnalaust Ísland árið 2000, Skjaldborg um heimilin sem Jóhanna og Steingrímur lofuðu eftir hrun, ísbjörn í Húsdýragarðinn sem Jón Gnarr lofaði yrði hann kosinn borgarstjóri Reykjavíkur og loforð Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandviðræður, svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert af þessu rættist almennilega.

Nú virðist hinn fáheyrði atburður hafa gerst að háleitt kosningaloforð hafi verið að einhverju leiti efnt og það fyrir kosningar.

Maður, sem kallar sig Hrút Teits henti fram þeirri spurningu á Facebook, fyrir rúmum tveimur vikum hvort það væru einhverjir flokkar með það á stefnuskrá sinni að fá rostunga aftur að Íslandsströndum.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sem vinnur hjá Pírötum á Alþingi, svaraði Hrúti. „Fyrir hönd Pírata skal ég taka það á mig að gerast rostungur og liggja við Íslandsstrendur út komandi kjörtímabil ef það er vilji fólksins.“

Skjáskot

Nú hefur rostungurinn Valli vakið mikla athygli undanfarna daga en hann hefur gert sig heimakominn á Höfn í Hornafirði en í ljósi loforðs Heklu Elísabetar gætu margir haldið að hún hafi þarna náð með einhverjum furðulegum hætti að efna loforð sitt að hluta.

- Auglýsing -

Nú er bara að bíða og sjá hvort hún endist í líki rostungsins út næsta kjörtímabil.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -