Píratar sárir og reiðir: „Að fréttamiðill skuli leyfa sér að viðhafa svo popúlíska tilburði”

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að margir Píratar hafi brugðist illa við frétt Mannlífs um að áheyrnarfulltrúi  í framkvæmdaráði flokksins hafi verið dæmdur fyrir nauðgun. Pírataspjallið logar og virðast margir líta á fréttina sem loftárás á flokkinn, sem skýtur töluvert skökku við hjá flokki sem leggur svo mikla áherslu á gegnsæi. Fæstir virðast gera sér grein fyrir að þungur dómur fulltrúa í framkvæmdaráði stjórnmálaflokks er fréttnæmur óháð flokk.

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður sem sækist eftir að leiða Norðvesturkjördæmi fyrir flokkinn, segist sorgmæddur yfir fréttaflutningi Mannlífs. „Það er tvennt sem hryggir mig við þetta mál. Í fyrsta lagi að fréttamiðill á borð við Mannlíf skuli leyfa sér að viðhafa svo popúlíska tilburði þegar um er að ræða eins viðkvæmt mál og raun ber vitni. Það að gera Pírata að meginumfjöllunarefni fréttarinnar er virðingarleysi í garð fórnarlambsins og þeirrar hræðilegu reynslu sem hún gekk í gegnum. Fjölmiðlar eiga að gera betur og fjalla um viðkvæm málefni af virðingu og nærgætni,” skrifar hann í Pírataspjallinu.

„Í öðru lagi að sú viðleitni Pírata, að leyfa hælisleitendum að taka þátt í flokksstarfi, hafi nú fengið á sig neikvæðan brag í augum einhverra. Þvert á móti eiga Píratar áfram að vera stoltir af því að stuðla að fjölbreytileika þátttakenda í sínu starfi, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæma jaðarhópa. Þegar umræddur aðili tók þátt í flokksstarfinu á sínum tíma gat enginn vitað að hann myndi á síðari stigum gerast sekur um hræðilegan glæp.  Þessi umfjöllun Mannlífs er ákaflega ómakleg og ófagleg.”

Fjölmargir skrifa athugasemd og sitt sýnist hverjum. Einn segir frétt Mannlífs á lágu plani og því svarar Magnús: „Ég held samt að það geti haft áhrif á viðkomandi fréttamann og eins fjölmiðlafólk almennt ef við stígum fram og gagnrýnum vinnubrögðin. Það breytist ekkert ef það er látið óátalið.”

Annar segir ekkert að fréttinni og því svarar Magnús einnig. „Hver eru rök þín fyrir þeirri afstöðu? Finnst þér raunverulega í lagi að fjalla um kynferðisglæp á eins popúlískan hátt og þarna er gert?,” spyr Magnús. Því svarar maðurinn, Hallgrímur nokkur: “Þú vilt væntanlega viðhafa algjöra þöggun um þetta mál svo það henti þínum viðhorfum? Allt eru þetta staðreyndir sem mega líta dagsins ljós og hefur ekkert með popúlisma að gera!”

Sá er ekki einn um þá skoðun en Frímann nokkur skrifar: „Það er svo auðvelt að kalla allt populisma.. En staðreyndin er sú að flokksbróðir þinn er nauðgari og flóttamaður. Ef ekki hefði verið fjallað um það hefði verið um mjög slaka fréttamennsku að ræða og ef þér finnst umræða um það ekki geta útskýrast af neinu nema að „koma höggi á Pírata og hælisleitendur“ tel ég að þú sért varla hæfur í stjórnmál.”

Guðný nokkur segir fréttir um kynferðisbrotamenn innan stjórnmálaflokka séu ekki nýjar af nálinni. „Fjölmiðlar hafa undanfarin ár tekið það fram þegar kynferðisbrotamenn tengjast stjórnmálaflokkum. Við höfum öll lesið alveg helling um Sjálfstæðispervertana. Næst komu svo Samfylkingarpervertarnir. Og nú Píratapervert. Að ógleymdum Klausturdónunum. Svo getur fólk bara valið hvaða flokksdónum það vill velta sér uppúr.”

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -