Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Píratar segja að sósíalisminn sé helstefna – Píratar eru hægrisinnaður nýfrjálshyggjuflokkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Forysta Pírata segist hvorki reka hægri né vinstri pólitík heldur eitthvað nýtt og allt annað. En þegar afstaða kjósenda Pírata frá 2017 er skoðuð í könnun MMR virðist það vera all nokkuð vinstri sinnaður hópur. 51% kjósendanna sagðist vera jákvæður gagnvart sósíalisma en 22% neikvæð. Þetta er öfugt þegar fólk er spurt um kapítalisma; 20% eru jákvæð en 57% neikvæð. Og þegar spurt er um nýfrjálshyggju segjast 16% jákvæð en 54% neikvæð,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokks Íslands í færslu á Facebook-hópi flokksins og bætir þessu við:

„Kjósendahópurinn virðist ekki eiga í vandræðum með að marka sér stöðu samkvæmt klassískum hægri/vinstri hugtökum. Ef við núllum út þau sem yppta öxlum þá er rúmlega 2/3 kjósenda Pírata sósíalistar,“ og segist Gunnar Smári óska þess að „vonandi fær það fólk eitthvað fyrir sinn snúð annað en yfirlýsingar um að víst sé nú margt gott við hægrið, nýfrjálshyggjuna og blessaða kapítalismann. Og að sósíalisminn sé helstefna, eins og þingmenn Píratar ranta um á Netinu.“

Hann nefnir einnig til sögunnar VG: „Þótt það geti verið smánarleg þrautaganga vonbrigða að vera sósíalisti innan VG þessa dagana þá má forystan þar eiga að hún ræðst ekki að sósíalistunum í flokknum með formælingum eins og nýfrjálshyggjuþingmenn Pírata gera.“

Þessi orð fara ekki vel í Björgvin Mýrdal sem sendi Gunnari Smára tóninn:

„…ræðst ekki að sósíalistunum í flokknum með formælingum eins og nýfrjálshyggjuþingmenn Pírata gera“ – Þvílík steypa. Píratar og sósíalistar eiga miklu meiri samleið heldur en nokkrir aðrir flokkar. Þetta pírata-hatur meðlima sósíalistaflokksins er vægast sagt kjánalegt.“-

Stærðfræðingurinn Einar Steingrímsson fer þá á stjá og segir að honum „sýnist að Píratar – og þá ekki síst forystufólkið – séu upp til hópa afar félagshyggjusinnaðir. Svo ég skil ekki alveg þessar árásir þínar á þau, Gunnar Smári.“

- Auglýsing -

Og bætir við:

„Fyrir utan hina almennu félagshyggju þá sýnist mér Píratar vera eini flokkurinn sem talar af alvöru fyrir borgaralaunum – þótt það sé kannski ekki fastmótuð stefna. Og einmitt borgaralaun verða þessari öld það sem velferðarkerfið var þeirri síðustu. Enda síðasta skrefið í átt að því að tryggja öllum þokkaleg lífskjör án þess að þurfa að eiga slíkt undir yfirvaldinu.“

Gunnar Smári svarar:

- Auglýsing -

Einar, hvaða árásir ertu að tala um? Ég vitna í könnun og síðan margendurteknar yfirlýsingar forystunnar um að flokkur sé hvorki til hægri né vinstri. Hvert er vandamálið?“

Einar svarar: „Árásirnar felast í því að þú hefur margoft sakað Pírata um að vera halla undir hægristefnu. Vandamálið er að slíkar árásir gætu gert það erfiðara að koma saman meirihluta á þingi sem ynni að raunverulegum umbótum í félagshyggjuátt.“

Gunnar Smári bakkar ekki með að Píratar séu hallir undir hægristefnu og segir við Einar að „þetta eru ekki árásir. Sumir þingmanna Pírata eru harðir nýfrjálshyggjumenn. Vandamálið við félagshyggjuna er ekki fólkið sem bendir á að forysta flokkanna veldur því ekki að vera með sæmilega róttæka vinstristefnu þótt grasrótin sé vinstri sinnuð; vandamálið er akkúrat þetta: Forysta flokkanna er lokuð inn í pólitík sem fram fer á heimavelli Valhallar, reynir að aðlaga allar tillögur að þeirra kröfum.“ Og bætir við: „Þetta sást ágætlega í Cóvid þegar stjórnarandstaðan á þingi fór í einhverjar smávægilegar lagfæringar á efnahagspökkum þegar ljóst var að þeir voru í grundvallaratriðum vitlausir, aðstoð við fjármagns- og fyrirtækjaeigendur sem þurftu enga hjálp.

Það er ekki hlutverk sósíalista að ganga inn í þetta kökuboð. Bara alls ekki.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -