Píratar sverja nauðgara af sér: „Heyrðum fyrst af þessu máli í fjölmiðlum í dag“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þingflokkur Pírata sver alfarið af sér hælisleitandann Re­ber Abdi Muhamed sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Hálfu ári eftir að hann var kjörinn áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráði flokksins nauðgaði Muhamed konu á kvennaklósetti.

Líkt og Mannlíf greindi frá átti nauðgunin sér stað í febrúar árið 2019. Einungis nokkrum mánuðum fyrr, í september 2018, sendu Píratar fjölmiðlum tilkynningu þar sem þeir sögðu stoltir frá því að Muhamed hafi verið kjörinn áheyrn­ar­full­trúi í fram­kvæmdaráð Pírata.

Muhamed var líkt og fyrr segir dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað inn á skemmtistað. Meðal gagna í málinu var myndbandsupptaka þar sjá mátti konuna fara inn á salerni rétt eftir klukkan 2 um nótt. Muhamed elti hana þangað og sjást þau kyssast en hún virtist talsvert ölvuð meðan hann allsgáður. Konan hlaut sprungu, roða, sár og mar á kynfæri og spöng. Læknir lýsti því svo fyrir dómi að áverkar sem þessir kæmu ekki við venjulegar samfarir. Dómari taldi fullsannað að Mohammed hafi gerst sekur um nauðgunina.

Eftir að Mannlíf benti á tengsl hælisleitandans við flokk Pírata hafði Stefán Óli Jónsson, starfsmaður þingflokks Pírata, samband og sór af sér hinn dæmda nauðgara. Þessu vildi hann koma á framfæri:

„Píratar heyrðu fyrst af þessu máli í fjölmiðlum í dag. Hinn sakfelldi hefur ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -