Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
11.1 C
Reykjavik

„Plantan í Litlu Hryllingsbúðinni var ennþá svöng“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson er „ofboðslega mikill Vestfirðingur“; fæddist á Ísafirði, ólst upp í Bolungarvík og hefur freistað þess í gegnum tíðina að verja sem mestum tíma í heimahögunum. Eftir háskólanám á Akureyri og rúman áratug á malbikinu fyrir sunnan ákvað hann sumarið 2018 að venda kvæði sínu í kross og sækja um það sem átti að vera ópólitísk staða bæjarstjóra á Ísafirði.

Í forsíðuviðtali við Mannlíf segir Guðmundur frá samstarfinu við meirihlutann, sem einkenndist af tortryggni og óeiningu.

„Ég held að ég sé ekki eini ópólitíski bæjarstjórinn sem upplifir að hann vinni fyrir plöntuna í Litlu hryllingsbúðinni. Ég veit að þetta er rosalega harkaleg lýsing en … Þú veist hvernig plantan í Litlu hryllingsbúðinni er? Hún vill alltaf meiri mat og svo stækkar hún bara og stækkar. Hún staldrar aldrei við og er södd, hún vill bara meira og meira að borða og svo vex hún og vex og vill meira og meira að borða og vex og vex … og það getur aldrei endað nema með ósköpum.“

Guðmundur greinir frá afarkostum og skrýtnum skilaboðum frá Noregi í Mannlífi sem kemur út á morgun og nálgast má hér.
Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -