Plastskeiðar munu fljúga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Költ-kvikmyndaveisla í Bíó Paradís um helgina.

Óhætt er að segja að sannkölluð költ-stemning verði alls ráðandi í Bíó Paradís um helgina, þar sem til sendur að sýna kvikmyndir úr smiðju hinna óviðjafnalegu Tommy Wiseau og Greg Sestero en þeir færðu heiminum The Room, sem er af mörgum talin vera ein versta ef ekki allraversta kvikmynd sem gerð hefur verið.

Tilefnið er koma Sesteros til landsins en hann verður í kvöld viðstaddur frumsýningu á nýjustu mynd þeirra, Best F(r)iends Vol. 2. Forverinn Best F(r)iends: Volume verður sýnd á undan til að hita upp fyrir lokakaflann í þessum kvikmyndabálki sem snýst um vinskap sem fer hressilega út af sporinu. Mun Sestero kynna báðar myndir fyrir sýningar ásamt því að taka þátt í spurt og svarað eftir frumsýninguna á Volume II.

Dagskrá laugardagsins kemur svo til með að hverfast um The Room, þar sem m.a. verður haldin Pub Quiz-tilvitnunarkeppni og blásið til búningakeppni auk þess sem gestum gefst færi á að taka upp stuttar senur úr myndinni. Seinna um kvöldið verður myndin sýnd á sérstakri partí-þáttökusýningu og verðlaun veitt fyrir bestu búninga og senur og lofa forsvarsmenn miklu stuði, en frekari upplýsingar má finna á bioparadis.is.

Mynd: The Room er viðfangsefni myndarinnar The Disaster Artist frá 2017 en hún var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta handrit.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Kardemommubærinn loksins frumsýndur-Leikarar hafa vaxið upp úr skóstærðum

Kardemommubærinn verður loks frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins á laugardag. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur frumsýningu verið frestað...