Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Play flýgur til Tenerife og vinsælla borga í Evrópu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið nýja íslenska lággjaldaflugfélag, Play, stefnir á að hefja flug í júní og verða fyrstu áfangastaðirnar borgirnar Alicante, Kaupmannahöfn, Lundúnir og París ásamt hinum vinsæla áfangastað Tenerife. Forstjóri flugfélagsins, Birgir Jónsson, segir félagið að fullu fjármagnað.

Birgir ræddi áform félagsins í Víglínunni í gær og tók þar fram að miðasala hefjist síðar í mánuðnum. Félagið réðst nýlega í hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust rúmir 6 milljarðar króna. Þá tók Birgir það einnig fram að flug til Bandaríkjanna komi einnig til greina hjá félaginu.

„Og í raun og veru svo vel fjármagnað að við eigum nóg fé til að hefja ekki starfsemi í tvö ár. Þannig að það liggur ekkert á hjá okkur að hefja flug eða til dæmis að taka næsta skref í Bandaríkjaflug. Við getum gert þetta nákvæmlega á þeim forsendum sem hentar okkur og markaðnum,“ segir Birgir og hafnar allri umræðu um gerviverktöku og félagsleg undirborð:

„Við erum íslenskt flugfélag með íslenskt flugrekstrarfélagi. Þannig að það verður ekkert í okkar rekstri  sem stenst ekki skoðun eða er eitthvað óeðlilegt. Við erum með góða samninga við íslensk stéttarfélög og munum dansa eftir þeim leikreglum sem tíðkast á íslenskum atvinnumarkaði. Allt tal um gerviverktöku eða félagsleg undirboð eða áhafnarleigur frá lágkostnaðar löndum eru kjaftasögur og misskilningur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -