Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Pólsk fræði verða kennd í Háskóla Íslands: „Erum bæði að kenna tungumálið og menninguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frá og með næsta hausti verða pólsk fræði kennd við Háskóla Íslands í fyrsta sinn.

Nú þegar er boðið upp á byrjendanámskeið í pólsku; en það hefur verið vinsælt, til dæmis á meðal grunnskólakennara.

Verkefni þetta hefur verið í bígerð í þrjú ár; hófst árið 2019 er sendinefnd fór fráÍslandi til Póllands; hitti þar meðal annars pólsk menntamálayfirvöld.

Í kjölfarið hófst umræða um að bjóða upp ánám í pólskum fræðum á Íslandi. Síðar hófst samstarf menntamálaráðuneyta beggja landa; var sótt um styrk hjá NAWA, pólsku landsskrifstofuna fyrir akademískt samstarf.

Sendikennari kemur frá Póllandi í sumar; kennslan hefst á komandi haustönn.

Eyjólfur Már Sigurðsson er forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands, og segir hann í samtali við ruv.is að námskeiðið verði fyrst um sinn kennt sem 60 eininga aukagrein; nemendur Háskólans geta tekið pólsk fræði sem aukagrein með öðru námi.

- Auglýsing -

„Þetta er fyrst og fremst tungumálanám fyrir byrjendur en líka menningarnámskeið. Þess vegna viljum við kalla þetta pólsk fræði, vegna þess að við erum bæði að kenna tungumálið og menninguna.“

Einnig kemur fram að málnotkunar- og menningarnámskeið, sem eru hluti námsins, verða kennd síðdegis en verða einnig aðgengileg öðrum en nemendum í háskólanum í gegnum endurmenntun Háskóla Íslands.

Katarzyna Rabęda hefur kennt pólsku í Háskóla Íslands síðastliðin 5 ár, og segir hún að stærsti hópur pólskunema séu kennarar er vilja ná betri tengslum við pólsk skólabörn og svo Íslendingar er tengist Pólverjum fjölskylduböndum; eigi pólskan maka eða börn.

- Auglýsing -

Katarzyna fagnar væntanlegum breytingum.

„Það gefst meiri tími fyrir sjálfa tugumálakennsluna, sem skiptir miklu máli til að nemar fái talþjálfun að þeir geta spjallað meira saman og endurtekið. Auk þess er oft spurt á námskeiðum um pólska menningu, pólskar kvikmyndir, tónlist eða sögu Póllands, sem ekki gafst tími til að kenna. Þess vegna eiga þessi nýju námskeið eflaust eftir að uppfylla væntingar stúdentanna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -