Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Pósturinn svarar gagnrýni Ingibjargar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kjölfar birtingu fréttar um óænægju Ingibjargar Björnsdóttur í garð Póstsins og tollgjalda hér á landi sendi Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður þjónustuupplifunar Póstsins yfirlýsingu til Mannlífs.

„Starfsmenn Póstsins taka ekki einhliða ákvarðanir varðandi gjafasendingar heldur eru það starfsmenn Tollstjóra sem ákvarða hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. Almennt eru reglurnar þannig að gjafaafsláttur er 13.500 kr., ef verðmæti eru undir viðmiði fara sendingar gjaldfrjálsar til viðskiptavina.

Hins vegar þarf að greiða aðflutningsgjöld af upphæðum sem erum umfram gjafaafsláttinn. Segjum að verðmæti gjafar sé 20.000 kr., þá gildir gjafaafsláttur upp að 13.500 kr. en svo þarf að greiða aðflutningsgjöld af öllu umfram það, í þessu dæmi af 6.500 krónum.“

Hann bendir fólki á að meira megi lesa um reglur gjafasendinga á heimasíðu Tollstjóra og að Pósturinn vilji hvetja alla til að kynna sér þær.

„Þá er einnig vert að taka fram að það er auðvitað best að fá á hreint hvort að um gjöf sé að ræða eða ekki áður en greitt er fyrir viðkomandi sendingu. Ef það er hins vegar búið að greiða af viðkomandi sendingu er lítið mál að endurgreiða gjöldin ef starfsmenn Tollstjóra samþykkja sendingu sem gjöf eftir á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -