Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.8 C
Reykjavik

Prestafélagið er með tiltalsmál Davíðs Þórs til skoðunar: „Munum leita álits frá lögfræðingi okkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Prestafélag Íslands er með tiltalsmál séra Davíðs Þórs Jónssonar til skoðunar. Formaðurinn segir lögfræðing skoða aðkomu biskupsins.

Séra Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju gagnrýndi harðlega áform Ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að senda úr landi hátt í 300 hælisleitendur og aftur til Grikklands sem margir hafa lýst sem helvíti á jörðu. Þótti mörgum orðalag Davíðs Þórs ekki sæmandi presti á meðan aðrir einblíndu á málefnið sem hann var að tala um. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands var ein af þeim sem ekki var ánægð með Davíð en hún sendi honum tiltalsbréf sem Davíð Þór lýsir sem gulu spjaldi.

Mannlíf heyrði í formanni Prestafélags Íslands, Arnald Bárðarson og spurði hann út í tiltalsbréfið og hvort félagið ætli sér að beita sér í því máli og reyndar sitthvað annað.

„Prestafélagið er að skoða málið. Við erum að skoða forsögu málsins og hvernig staðið var að þessu tiltali. Og við munum leita álits frá lögfræðingi okkar.“

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Aðspurður hvort Davíð Þór hefði leitað á náðir félagsins með málið kvaðst Arnaldur ekki geta tjáð sig um það og bætti við: „Þetta er svona mál sem snertir alla stéttina. Við lifum í samfélagi þar sem allt er sagt og fólk vill hafa mikið málfrelsi. Og það vilja prestar líka hafa en svo er að líka þannig að prestum leyfist ekki að segja hvað sem er í dag. Og hefur kannski aldrei verið. Við búum náttúrulega við algjörlega nýjan veruleika í kirkjunni því nú erum við ekki lengur ríkisbatterí, heldur erum við sjálfstætt trúfélag og prestar ekki lengur ríkisstarfsmenn. Við erum sem sagt starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Og það breyttist mjög margt við þann samning sem ríkið gerði við kirkjuna fyrir rúmu ári síðan. Sem sagt, við erum ekki lengur þessi ríkisstofnun.“

- Auglýsing -

Blaðamaður Mannlífs skaut hér að spurningu: „Þannig að aðskilnaður ríkis og kirkju er þá gengin í garð?“ Arnaldur svaraði: „Já, það má eiginlega algjörlega segja það og svona sem formaður í stéttarfélagi presta, get ég alveg sagt að það hefur orðið alveg heilmikil breyting á réttindum presta og kjörum þeirra. Prestar voru hér einu sinni æviráðnir og það var nánast ekki hægt að segja þeim upp. En nú eru þeir bara með sex mánaða uppsagnarfrest og það er hægt að segja presti upp eins og almennum launamanni.“

Stöðnun í kjaramálum presta

Um mitt síðasta ár gerði Prestafélagið kjarasamning við ríkið en þar var meðal annars klausa um uppsagnir. „Við erum bara að skoða það hvort það hafi verið farið algjörlega eftir kjarasamningnum í máli Davíðs. Samkvæmt kjarasamningnum er ekki talað um áminningu heldur tiltal og það getur verið forsenda uppsagnar. Ég geri nú ráð fyrir því að það sé líka hægt að segja presti upp í sparnaðarskyni. Þannig að veruleiki okkar presta er algjörlega nýr með þessum nýja kjarasamningi og nýjum samninig ríkisins við kirkjuna.“

- Auglýsing -

Aðspurður hvor kjör presta hafi versnað við nýja samninginn segist Arnaldur geta svarað játandi. „Já ég myndi geta fallist á það. Prestar fengu ekki við síðustu kjarasamninga, sambærilegar hækkanir og til dæmis Bandalag háskólamanna. Ætli það hafi ekki verið um 49% presta sem stóðu í stað, í sömu krónutölu. Já, þetta er bara svona og við horfum svolítið á stöðnun í kjaramálum líka. Og það eru aðhaldstímar í kirkjunni og hafa verið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -