Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Prestur í heilögu stríði gegn köttum: „Mesti hroki og hræsni sem ég hef nokkurn tíma séð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er ekkert eðlilegt við að, að ein gæludýrategund umfram aðrar, fái að valsa óáreitt í sveitarfélaginu okkar á varptíma fugla, hvað þá allan ársins hring.” Svo segir í auglýsingu sem sér Sigurður Ægissson, prestur á Siglufirði, birti undir titlinum „Vegna lausagöngu katta”. Auglýsingin er birt í bæjarblaðinu Tunnunni sem borin er í öll hús í bæjarfélaginu.

Sigurður er bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns sem einnig hefur verið óhræddur við að tjá sig um ýmis málefni í gegnum tíðina.

Auglýsing guðsmannsins hefur farið fyrir brjóstið á kattavinum sem hafa viðrað óánægju sína á Facebook síðunni fjölmennu, Kettir á Facebook.

May be an image of cat and text that says "Vegna lausagöngu katta pad er ekkert eÅlilegt viá baỗ, aỗ ein gaeludyrategund umfram ağrar fái aỗ valsa óáreitt sveitarfélaginu okka varptíma fugla, hvaỗ bá allan ársins hring. Ég hvet bá íbúa Fjallabyggčar sem eru á móti lausagöngu katta aá tilkynna á naestu dögum, vikum og mánučum allt ónaeči og sóčaskap sem af peim hlyst. paš er gert meỗ bví aỗ fara inn á fjallabyggd.is, ýta á hlekkinn PJÓNUSTA, fara svo Dyrahald og ýta á Kvörtun vegna dyrahalds og lýsa bví sem fyrir augu hefur boriš. Baráttukvedju Sigurõur AEgisson Mynd tekin á Hvanneyrarhólnum 3. maí 2021. İSLENSKA AMABELAG Atvinna"

Ennfremur segir í auglýsingunni. „Ég hvet þá íbúa Fjallabyggðar sem eru á móti lausagöngu katta að tilkynna á næstu dögum, vikum og mánuðum allt ónæði og sóðaskap sem af þeim hlýst.” Hann hvetur íbúa fjallabyggðar til að fara inn á vef sveitarfélagsins og senda inn kvörtun yfir því „sem fyrir augu hefur borið”.

Auglýsingin endar á baráttukveðjum og fylgir henni mynd af kisu með dauðan fugl í skoltinum.

- Auglýsing -

Rósa er ekki kát með að mynd af hennar ketti skuli vera notuð í auglýsingu í litlu bæjarfélagi að henni forspurðri enda viti alli hver kisa sé. „Það löbbuðu þrjár stelpur fyrir framan húsið mitt og mitt og sögðu þetta köttinn sem drap fuglinn. Frekar ömurlegt.”

Sigrún hvetur fólk til að senda tölvupóst á þjóðkirkjuna þar sem presturinn starfi enda sé búið að taka fyrir æviráðningar. Jóna bætir við að hún hefði talið að prestar ættu að lofa allt sköpunarverk Drottins.

Gosi vill tilkynna ónæði af kirkjum og trúarbrögðum almennt og Bjarni spyr hvort presturinn vilji ekki einnig banna stangveiði og skotveiði eða jafnvel fiskveiðar, þessi „snillingur”, eins og hann orðar það.

- Auglýsing -

Ewa ætlar rétt að vona að sé hundrað prósent vegan, annars sé um að ræða mesta hroka og hræsni sem hún hafi á ævi sinni séð og Haukur spyr einfaldlega: „Ertu fáviti? Hvað hafa dýrin unnið til þess að vera lokuð inni allt sitt líf. Biddu guð almáttugan að gefa þér smá samkennd. Og smá vit í leiðinni.”

Hildur kastar fram nýstárlegri hugmynd:

„Hvað með að banna lausagöngu á leiðinlegu fólki?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -