• Orðrómur

Prins Póló pakkar saman: „Það var mikið hlegið en líka grátið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hjónin Svavar Pét­ur Ey­steins­son, bet­ur þekkt­ur sem tón­list­armaður­inn Prins Póló, og Berg­lind Häsler, viðburða- og sam­skipta­stjóri VG, eru búin að selja Karlsstaði í Beruf­irði.Þau festu kaup á jörðinni árið 2014 og hafa rekið þar menn­ing­armiðstöðina Havarí; gisti­heim­ili; veit­ingastað og hófu þar framleiðslu á Boppi og Buls­um.

Um er að ræða 135 hekt­ara jörð en þar af eru 25 hekt­ar­ar ræktuð tún og ma­t­jurta­g­arðar. á jörðinni væru tvö íbúðarhús en annað þeirra er notað sem gistihús. Einnig er að finna matvælaframleiðsluhús með kæligeymslu, hostel, veitingahús og samkomusal sem og skrifstofu sem breytt hefur verið í hljóðver. Þá eru einnig eldri útihús, hlaða, fjós og hænsnakofi.

- Auglýsing -

Á Facebook-síðu Havarís kemur fram að nýir aðilar hafi tekið við rekstrinum:

„Við höf­um nú gengið frá sölu á Karls­stöðum í Beruf­irði og nýtt fólk tekið við rekstr­in­um. Við flutt­um aust­ur fyr­ir rúm­um 7 árum og þó svo að Karlsstaðir hafi verið para­dís okk­ar fjöl­skyld­unn­ar þá var Havaríið mun stærra en það. Allt frá byrj­un voru stór­fjöl­skylda okk­ar og vin­ir til­bú­in að taka þátt í þessu með okk­ur og stund­irn­ar sem við átt­um þarna sam­an æv­in­týra­lega magnaðar.

- Auglýsing -

Hand­tök­in voru nokk­ur en eitt skref í einu þá gekk þetta upp. Það var mikið hlegið en líka grátið enda ekki átaka­laust að reisa þenn­an fagra bæ upp úr öskustónni. Við eig­um eft­ir að sakna sveit­ar­inn­ar og alls góða fólks­ins fyr­ir aust­an sem tók okk­ur opn­um örm­um. Við göng­um sátt og ham­ingju­söm frá borði. Þökk­um öll­um sem sóttu okk­ur heim og ósk­um nýj­um bænd­um á Karls­stöðum alls hins besta í framtíðinni. Havarí mun áfram standa fyr­ir taum­lausa gleði og list­gjörn­inga í raun­heimi og net­geimi.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -