Sunnudagur 27. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Prófessor segir mál Gylfa mannréttindabrot:„Gaman að heyra frá lögfróðum mönnum á Íslandi um þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Prófessor við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, hinn íslenski Gauti B. Eggertsson, segir að meðferðin sem Gylfi Þór Sigurðsson hefur mátt þola sé brot á mannréttindum.

Ritaði hagfræðingurinn Gauti um málið í færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið athygli:

„Ekki veit ég nokkurn skapaðan hlut um þetta mál eða málavexti yfirleitt. En hér í Bandaríkjunum segja mér lögfróðir menn að sakamál af þessu tagi séu sjálfkrafa dauð ef ekki er komin fram ákæra innan sex mánaða. Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár,“ segir Gauti í færslu sinni.

Gylfi Sig

Gauti segist ekki sjá eða skynja neitt annað en að um sé að ræða brot á mannréttindum og almennum reglum sem gildi í réttarríkjum:

„Er ekki Gylfi enn í farbanni án þess að nein ákæra sé komin fram, og í raun í nokkurs konar stofufangelsi, án þess að geta stundað vinnu? Það er búið að leggja orðstír og feril hans í rúst, eins og hálfs árs stofufangelsi, án þess að að hann hafi fengið að halda fram vörnum í dómsal?“

Að lokum nefnir Gauti það hvort íslenskum stjórnvöldum beri hreinlega ekki skylda til að spyrjast fyrir um hið dularfulla mál Gylfa:

- Auglýsing -

„Gylfi er auðvitað íslenskur ríkisborgari og íslenskum stjórnvöldum hlýtur að bera skylda til að beita sér fyrir því að ekki séu brotin mannréttindi á íslenskum ríkisborgurum sem búa utan landsteinanna. Væri gaman að heyra frá lögfróðum mönnum á Íslandi um þetta. Mér þykir þetta ákaflega sérkennilegt svo ekki sé meira sagt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -