Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Ráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, birtir yfirlýsingu á vef ráðuneytisins þar sem hún segir henni að Íslandi hafi undanfarin ár þurft að takast á við nýja stöðu í málefnum útlendinga, sérstaklega hvað varðar umsóknir um alþjóðlega vernd.

Áslaug segir slíkar umsóknir vera rúmlega þrjátíu sinni fleiri en fyrir tíu árum. Hún segir að þessi mikla aukning hafi kallað á nýtt skipulag hvað afgreiðslu umsókna varðar.

Hún segir að að lög þurfi að vera almenn og skýr, líka lög er varða málefni útlendinga. „Allir einstaklingar í sömu aðstöðu eiga að fá sambærilega meðferð og afgreiðslu hjá opinberum stofnunum. Jafnræðis er gætt með því að gagnsæi ríki um meðferð mála hjá stjórnvöldum. Þá geta alþingismenn, fjölmiðlar og almennir borgarar gegnt nauðsynlegu eftirliti með framkvæmdinni,“ skrifar Áslaug.

Í yfirlýsingu sinni fjallar Áslaug um útlendingalög og kærunefnd útlendingamála sem tók til starfa 2015.

„Nefndin endurskoðar ákvarðanir Útlendingastofnunar og metur að nýju alla þætti hvers máls sem skotið er til hennar. Með tilkomu kærunefndarinnar færðist úrskurðarvald í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd frá dómsmálaráðherra til nefndarinnar,“ skrifar Áslaug í yfirlýsingu sína. Hún bætir við að dómsmálaráðherra fari með almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir yfir nefndinni en hafi ekki heimild til að hafa bein afskipti eða önnur áhrif á málsmeðferð eða niðurstöður í einstökum málum.

„Ráðherra hefur ekki heimild til að grípa inn í einstök mál umsækjenda eða breyta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála.“

- Auglýsing -

Yfirlýsingu Áslaugar má lesa í heild sinni á vef dómsmálaráðuneytisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -