Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ráðherrann ekki með homma og lesbíur: „Eins og þessi þáttur hafi verið skrifaður fyrir 20 árum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hans Orri nokkur saknar þess að sjá ekki hinsegin fólk í sjónvarpsþáttaseríunni vinsælu Ráðherranum. Honum finnst eins og handritið hafi verið skrifað fyrir 20 árum síðan og skilur ekkert í hvers vegna RÚV geri enga kröfu um sýnileika minnihlutahópa í nýju efni stöðvarinnar.

Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78.

Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segist í samtali við Mannlíf aðeins hafa séð brot úr þáttunum en tekur engu að síður undir gagnrýnina. Hann leggur á það áherslu að þar sé sín persónulega skoðun á ferðinni en ekki yfirlýst skoðun samtakanna. „Persónulega tel ég ekki gott að setja listafólki of miklar skorður í því hvað það gerir eða skrifar. Við þurfum samt einhvern veginn alltaf að ræða þetta hversu oft minnihlutahópa skorti inn í pop kúltúr. Það er svo mikill skortur á fyrirmyndum og ímynd, í þeim tilfellum sem hinsegin fólkið fær að vera með í kvikmyndum og þáttum þá er það oft sem vondi kallinn. RÚV á náttúrlega að vinna fyrir alla þjóðina og þau þurfa að átta sig á því að það eru minnihlutahópar þarna úti sem þurfa að vera sýnilegri,“ segir Daníel.

Ugla Stefanía, formaður Trans Ísland

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, er á svipaðri skoðun, þrátt fyrir að hafa ekki séð þættina, og segir handritshöfundana ungu hafa þarna misst af góðu tækifæri til að gera þættina betri með því að hafa hinsegin söguhetjur með í för. „Almennt séð er sýnileiki hinsegin fólks og minnihlutahópa mjög mikilvægur. Auðvitað eiga þættir sem eru skrifaðir í dag að taka það inn í reikninginn. Ef það er enginn sýnileiki í þessum þáttum þá finnst mér það frekar lélegt. Það hefði náttúrlega bara gert þá betri að sýna fjölbreytileikann, það hefði frekar verið tækifæri sem þau hefðu átt að grípa. Hinsegin fólk fellur undir flokkinn allir landsmenn sem RÚV leggur áherslu á,“ segir Ugla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -