Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ráðstefna um mikilvægi svefns – Helmingur Íslendinga segist ekki sofa nóg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

SVEFN ráðstefnan verður haldin 19. október í Eldborgarsal Hörpu þar sem farið verður ítarlega yfir mikilvægi svefns fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið í heild segir í tilkynningu.

 

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Matthew Walker sem slegið hefur í gegn um heim allan með bók sinni Why we sleep, bók sem hefur opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns í tengslum við heilsu, vellíðan og árangur. Matthew Walker er prófessor við Harvard háskóla og sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er virtur vísindamaður á þessu sviði og hefur birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar.

Það er Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns sem stendur fyrir ráðstefnunni. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn árið 2017.

Svefn er okkur nauðsynlegur
Mynd / Unsplash

Er svefn vandi fyrirtækja?

Svefnvandi er eitt stærsta og dýrasta vandamál fyrirtækja í dag. Samkvæmt nýjustu könnunum segist helmingur Íslendinga ekki sofa nóg og 34% sofa undir sex klukkustundum en svo stuttur svefn eykur líkur á margvíslegum andlegum og líkamlegum sjúkdómum, dregur úr framleiðni og eykur slysahættu.

Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um 55 milljarðar króna árlega.

- Auglýsing -

Rannsóknir sýna að svefnleysi meðal starfsmanna hafi meðal annars eftirfarandi áhrif:
*Fjarvistir og minnkuð framleiðni sem jafngilda 7-11 daga fjarvistum á starfsmann á ári.
*Svefnlausir starfsmenn eru allt að 70% líklegri til að gera mistök og lenda í slysum.
*Aukin hætta á kvíða, þunglyndi, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum ásamt neikvæðum áhrifum á lífslíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -