Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Einar myrti Rafn vegna bankabókar: „Mundaði Einar hnífnum að Rafni óður af bræði og ofurölvi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1975 fannst 37 ára karlmaður, Rafn Svavarsson, látinn í verbúð í Ólafsvík. Hann hafði hlotið mikinn fjölda stungusára sem drógu hann til dauða. Fljótlega kom í ljós að Einar Karlsson, 18 ára félagi Rafns á verbúðinni, var banamaður hans. Ástæða morðsins mun hafa verið bankabók sem Einar átti. Hann hafði náð að safna sér saman 125 þúsund krónum og var stoltur af.

Spánarferðin sem aldrei varð

Samkvæmt samtímaheildum Dagblaðsins voru þeir félagar saman við drykkju í herbergi Einars í verbúðinni þegar hann dregur upp bankabókina sína og sýnir Rafni, fulltur trausts. Einar sagði Rafni að hann hygðist nýta féð til að fara í sína fyrstu utanlandsferð og hafði hann hafið undirbúning að Spánarför um sumarið.

Rafn brást sérkennilega við, varð ægilegur ásýndum og stakk bókinni inn á sig. Sagði hann Einar aldrei muna sjá bókina aftur. Einar sagðist síðar hafa fyllst skelfingu við umbreytinguna á Rafni, sem var slíkt heljarmenni að burðum svo um var rætt meðal manna. Einar átti aftur á móti við fötlun að stríða allt frá barnæsku.

Þrátt fyrir óttann réðist Einar að Rafni til að ná bankabókinni aftur sem honum tókst og stakk hann henni inn á sig. Við það rann æði á Rafn og sló hann Einar bylmingshöggi sem kastaði honum á járnrúm sem var að finna í herberginu. Þar sem hann lá afar vankaður við rúmið stakk Einar höndinni undir dýnuna og greip þar hníf. Hnífinn sagði hann síðar hafa fundið hnífinn á víðavangi og stungið undir dýnuna svo hann væri ekki á glámbekk. Mundaði svo Einar hnífnum að Rafni sem óður af bræði og ofurölvi, stekkur að Einari.

Fór svo að hnífurinn stakkst inn í lærið á Rafni svo að fossblæddi.

- Auglýsing -

„Þú ert þá bara svona karlinn”

Einar varð skelfingu lostinn og kallaði upp að Rafni að það blæddi úr honum. Rafn lét það sig litlu varða og rykkti Einar upp með orðunum: „Þú ert þá bara svona karlinn.” Þegar þarna er komið var Einari farið að sortna fyrir augum og var farinn að finna fyrir öndunarerfiðleikum. Einar hafði sögu oföndunar að baki og hafði meðal annars lagst inn á sjúkrahús vegna þessa.

Einari tókst að rífa sig frá Rafni og komast að hálfopnum dyrunum en Rafn var fljótur til og sparkaði þeim aftur. Hófust þá átökin á milli þeirra af alvöru.

- Auglýsing -

Fyrir dómi sagðist Einar lítið muna eftir atburðunum sem fylgdu í kjölfarið. Hann mundi þó að sífelld átök hafi orðið um yfirráð hnífsins. Aðrir atburðir virðast hafa runnið saman í eitt hjá Einari sem mun „hafa verið gripinn ofsahræðslu í viðureign sinni við Rafn Svavarsson og verknaðurinn hafi verið framinn undir snöggum kvíða og ótta við sjálfsmeiðingu, auk reiði,“ eins og segir í niðurstöðu dóms og birt var í Morgunblaðinu.

Þegar Einar gerir sér grein fyrir að Rafn er látinn, var hans fyrsta hugsun að komast út enda var hann í alvarlegu oföndunarkasti. Gekk hann að hesthúsum við jaðar bæjarins og hitti þar fyrir tvo menn sem hann sagði frá verknaðinum og að hann hefði verið í sjálfsvörn.

Nokkrum klukkustundum síðar gaf hann sig fram við lögreglu.

Þess má geta að nóttina áður en málflutningur hófst fékk Einar alvarlegt oföndunarkast í klefa sínum, missti meðvitund og skall í gólfið svo stórsá á.

Dómur fellur

Aldrei kom í ljós af hverju Rafn sóttist svo í að komast í peninga Einars. Var líkum að því leitt að það hefði mátt rekja til áfengisfíknar hans en hann átti tvo óútleysta kassa af áfengi í pósthúsinu í Ólafsvík.

Einar var talinn sakhæfur. Tók rétturinn tillit til að hinn látni hefði átt upptökin að viðureigninni sem dró hann til dauða auk þess sem Einar hefði verið mjög ungur og gengist hreinskilnislega við verknaðinum. Á móti kom að afar hættulegu vopni hefði verið beitt þegar Rafn lést.

Arið 1976 var Einar dæmdur í sex ára fangelsi í héraði og bætti Hæstiréttur sex mánuðum við þann dóm ári síðar.

 

Baksýnispegillinn er endurbirtur. Höfundur: Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -