• Orðrómur

Ragga Holm -Neyslan og móðir sem hún aldrei kynntist

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þegar ég fæddist voru foreldrar mínir ekki á þeim stað að geta hugsað um lítið barn,“ segir tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónsdóttir eða Ragga Holm, eins og hún er kölluð, í viðtali við Fréttablaðið.

Blóðmóðir Röggu átti alla tíð við mikið fíknivandamál að stríða og lifði á útjaðri samfélagsins flest sín ár.

„Ég kynntist aldrei blóðmóður minni og hitti ekki móðurfjölskylduna fyrr en í jarðarförinni hennar,“ segir Ragga.

- Auglýsing -

En Ragga segir foreldra sína ekki hafa geta hugsað um lítið barn þegar hún fæddist, svo föðuramma og -afi Röggu tóku hana í fóstur.
Ragga var síðan sex ára gömul þegar hún flutti til föður síns og konu hans, sem hún hefur frá þriggja ára aldri kallað mömmu.

Á aðeins eina minningu af blóðmóður sinni

Ragga á aðeins eina minningu af blóðmóður sinni á lífi. „Ég kynntist þessari mömmu aldrei en ég man að ég fékk að hitta hana þegar ég var sjö ára.“

- Auglýsing -

Þær mæðgur bökuðu saman skúffuköku og eyddu smá tíma saman. Átti þessi heimsókn að vera upphafið á reglulegri umgengni þeirra, en það fór á annan veg. „Ég fór heim eftir þennan dag og hitti hana síðan aldrei aftur.“

Árið 2011 sendi blóðmóðir Röggu henni vinabeiðni á Facebook. Segist Ragga ekki hafa vitað hvernig hún ætti að bregðast við og að mikil geðshræring hafi gripið hana.

Hún samþykkti aldrei vinabeiðnina.

Blóðmóðir hennar gifti sig tveimur vikum síðar. „Ég sé fyrir mér að hún hafi verið að reyna að glæða lífi í samband okkar með því að bjóða mér í giftinguna.“

- Auglýsing -

Treysti sér ekki til að heimsækja hana

Hálfbróðir Röggu hringdi í hana stuttu eftir brúðkaup blóðmóður þeirra og tilkynnti henni að hún væri á gjörgæslu í dái. „Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera eða hvað myndi taka við, hvort þetta væri tækifæri til að kveðja hana á spítalanum eða hefja samtal á ný.“

Ragga treysti sér ekki til að heimsækja hana og daginn eftir var hún látin, aðeins 43 ára gömul.

Fráfall blóðmóður Röggu var rannsakað sem morð og var eiginmaður hennar grunaður. „Eiginmaður hennar var í þannig ástandi að hann gat ekki með góðu móti gefið skýrslu um málið. Ég veit ekki hvort hann hafi verið í sjokki eða hvort hann hafi ekki munað hvað hafði gerst.“

Ragga segist ekki vita hvert ástand þeirra var á þessum tíma, en þau hjónin hafi bæði verið fíklar. „Við krufningu kom síðan í ljós að hún hefði látist af höfuðhöggi sem væri ekki af völdum barsmíða.“

Ragga fór í jarðarför blóðmóður sinnar og hitti þar í fyrsta skipti svo hún muni eftir, móðurfjölskyldu sína.

Fór sjálf út í neyslu

Sjálf villtist Ragga út í neyslu. Árið 2015 segir hún botninum hafa verið náð þegar hún varð fyrir alvarlegri líkamsárás. Fór hún inn á Vog þar sem hún dvaldi í tíu daga. „Ég þurfti að átta mig á aðstæðum og finna drifkraftinn til að hætta að drekka.“

Næstu tvö ár var Ragga edrú en fann hún þó að eitthvað væri að. „Ég fór mikið upp og niður, ég vaknaði og allt var geðveikt og ég var með svakalegan drifkraft og svo vaknaði ég daginn eftir og sá ekki tilgang í að fara á fætur.“

Þá greindist Ragga með geðhvarfasýki tvö. „Að greinast með bipolar útskýrði margt fyrir mér, vegna þess að fólk með þennan sjúkdóm á alls ekki að drekka.“

Ragga fékk viðeigandi lyf sem aðstoðuðu hana við að ná stöðugleika í lífinu. Í kjölfarið byrjaði hún í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum sem hafði lengi verið í miklu uppáhaldi hjá henni.

Ragga ferðaðist um allan heim með hljómsveitinni. „Ég var eiginlega í sjokki þegar við stóðum allt í einu fyrir framan sex þúsund manns að spila. Það var tryllt.“

Fór Ragga fljótlega aftur að drekka áfengi. „Við tók þriggja mánaða tímabil þar sem ég hætti að taka lyfin mín og fór í sturlaða maníu.“

Á tónlistarhátíðinni Sónar var Ragga búin að vera á þriggja daga fylleríi. Segist hún hafa spilað sitt versta gigg í lífinu, texti og lög höfðu gleymst. „Eftir að hafa jarmað þarna á sviðinu áttaði ég mig á því að ég var búin að missa tökin og hætti aftur að drekka.“

Ragga segir að greining hennar og drykkja eigi ekki saman og mælir með því að fólk í hennar sporum haldi sig frá áfengi. „Fyrir þau sem halda að maður geti stjórnað þessu vil ég segja af minni reynslu að það er ekki hægt. Það hreinlega virkar ekki.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -