Sunnudagur 8. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

Ragga nagli fagnar fertugsafmæli: Líkami og hugur í betra formi en fyrir 10 árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Pistilinn í dag er tileinkaður afmæli Röggu, enda fagnar hún stórafmæli í dag, en hún er fertug.

AfmælisNagli í dag fyrsta október.

Nýr dagur. Nýr mánuður. Nýr áratugur í lífi Naglans.

Kveðjum þrjátíuogeitthvað og heilsum fjörutíuogeitthvað.

Líkaminn er í miklu betra formi fertug en þrítug.
Getur hlaupið hraðar, lyft þyngra, hoppað hærra, róið lengra, gert fleiri upphífingar og armbeygjur.

Hugurinn er líka í betra formi en fyrir tíu árum.
Rólegri, skynsamari, reynsluríkari og meiri núvitund.

- Auglýsing -

Þegar við stundum heilsusamlegt líferni með hreyfingu, hollu mataræði, öflugu félagslífi, góðum svefni og jákvæðu hugarfari þá verður fjörutíu hið nýja þrjátíu.

Deginum er fagnað í höfuðstað Ungverjalands Búdapest.

Dagurinn hófst á að rífa upp hundrað í réttstöðu og lýkur með stórri ribeye steik í rómantískum kvöldverði.

- Auglýsing -

Og súkkulaðiköku auðvitað…af því heilsa snýst um jafnvægi.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -