Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Ragga nagli: „Góður svefn er mikilvægasta heilsuvenjan okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

 

Í nýjasta pistil sínum skrifar Ragga um mikilvægi svefns.

Góður svefn er mikilvægasta heilsuvenjan okkar því hún setur tóninn fyrir alla heilsuhegðun.

Fyrir gott mataræði, hreyfingu, félagslíf og andlega vellíðan.

Svefninn hefur áhrif á hormónin Leptín og Ghrelin.
Þetta eru ekki tveir hobbitar úr Hringadróttinssögu, heldur eru þetta hormónin sem stýra svengd og seddu.

Leptín sem er sedduhormónið fer niður svo við þurfum að borða meira til að verða södd.
Ghrelin sem er svengdarhormónið fer upp svo við erum svöng allan daginn.
Þannig að það er búið að svíkja okkur tvisvar.

- Auglýsing -

Með að gera okkur urlandi hungruð allan daginn og leitum að æti eins og horaður kettlingur í húsasundi.

En þrátt fyrir að úðað sé í grímuna, það er eins og að henda fjöður í Almannagjá því það er ansi djúpt á seddustiginu.
Keppendur í pylsukappáti á fjórðajúlí hátíð í Miðvestrinu í Bandríkjunum eiga ekki roð í matarlystina á vansvefta dögum.

Og það eru sko ekki kjúklingur og brokkolí og sellerí með möndlusmjöri sem rúlla niður vélindað.
Ó nei Hósei…. Rannsóknir sýna að þeir sem sofa í 6 tíma eða skemur borða 300-500 kcal meira af hlaðborði en þeir sem sváfu í hina guðdómlegu átta tíma. Sem hljómar ekki stórkostlega mikið en á einu ári þá eru það 110-200 þúsund auka hitaeiningar sem jafngilda 15-20 aukakílóum á skottið.

- Auglýsing -

Og til að núa gömlu iðnaðarsalti í opið sárið þá fóru hinir vansvefta lóðrétt í eftirréttina og einföldu kolvetnin og þaðan komu auka hitaeiningarnar, á meðan hinir útsofnu borðuðu meira af grænmeti og mögrum prótíngjöfum.

Góður nætursvefn auðveldar fólki að halda sig við efnið í mataræði því framheilinn verður í banastuði til að taka ákvarðanir sem eru þér og líkamanum í hag.
Rannsóknir sýna jafnframt 55% meira fitutap hjá þeim sem sofa 8-9 tíma borið saman við þá sem sofa í sex tíma eða skemur.

Ef markmiðið er að bæta mataræðið, huga að heilsunni og jafnvel tálga aukabólstrun af maga, rassi og lærum þá ætti svefninn að vera algjört forgangsatriði í heilsuhegðun.

Dúndraðu í þig @nowiceland magnesíum fyrir svefninn til að slaka á vöðvalufsunum, auka endurheimt og dýpka svefninn.

Prófaðu líka að taka sveppi… HA?? Nei ekki þessa sem þú tínir á umferðareyjum og gerir allt mjúkt sem þú snertir.

Reishi og Cordyceps sveppir (Vegan búðin) róa miðtaugakerfið með að lækka stress, minnka bólgur og bæta ónæmiskerfið. Þeir eru slakandi og gott að taka 1-2 klst fyrir svefn.

Svefnrútína er faguryrði svefnsérfræðinga yfir góðar og áhrifaríkar kvöldvenjur svo við nostrum sem best og lengst við Óla Lokbrá.

Við undirbúum líkamann fyrir átökin í ræktinni með upphitun. Teygjum og hristum skankana og sendum þannig skilaboð til miðtaugakerfisins og vöðvanna.

Að sama skapi þurfum við að hita líkamann upp fyrir svefn og senda honum skilaboð um að nú þurfi ró að færast yfir miðtaugakerfið svo hann fari að losa út svefnhormónið melatónin.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -