Mánudagur 16. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ragga nagli: „Matarsóun er samfélagsmein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

 

Í nýjasta pistil sínum skrifar Ragga um matarsóun.

Matarsóun er samfélagsmein

Finndu uppskriftir þar sem þú getur nýtt sömu innihaldsefnin í nokkra rétti eða undirbúning á hráefni.

Það er óþarfi að barmafylla innkaupakörfuna af tuttugu sortum.

Niðursuðudósir af Stabbur makríl eða laxi eru frábærir kostir því skammturinn er ekki það stór að miklir afgangar verði eftir snæðing.

- Auglýsing -

Enga stund tekur að búa til túnfisksalat eða makrílsalat með horuðu mæjói (Lighter than light) sem má svo geyma í Sistemaboxi í vinnunni.
Svo slurkarðu vænum skammti ofan á hrökkbrauð, hrísköku, gróft brauð. Fín millimáltíð með prótínum og kolvetnum.

Ef þú notar hrísgrjón sem meðlæti á mánudegi getur afgangur nýst á fimmtudegi sem fylling í ofnbakaða tómata eða paprikur.

Spínat getur nýst í salat, fyllingu á kjúklingabringum og í grænmetislasagne.

- Auglýsing -

Heilhveiti tortillur og hrísgrjónapappír eru frábærar fyrir afganga af kjöti, fiski, kjúklingi, eða sem lasagneblöð í mexíkóska rétti.

Hrökkbrauð, hrískökur, maískökur og gróft brauð virka að sama skapi dúndur vel fyrir afganga.

Að elda mikið í einu auðveldar undirbúning fyrir hollustumáltíðir vikunnar og minnkar matarsóun með að nýta afganga.

Gerðu tvöfalda eða þrefalda uppskrift af uppáhaldsréttinum þínum.
Ef þú gerir ofnrétti þá geturðu fryst afganga í nestisbox og hent í ofn eða örbylgju og heilsusamleg máltíð er komin upp í munninn áður en þú veist af.

Gerðu einfaldar uppskriftir sem þú getur eldað í bunkum án mikillar fyrirhafnar.
Til dæmis smyrja Allos grænmetissmyrju eða pestó á margar kjúklingabringur, eða sneiða banana ofan á ýsuflak með kókosflögum og baka í ofni.

Nýttu orku og hita með að baka kartöflur, grænmeti og harðsjóða egg samtímis með bringunum í ofninum.

Fjölbreytni er lykill að gleðinni. Ef þú færð svínaflensu við tilhugsunina að borða það sama marga daga í röð búðu til 2-3 rétti sem þú getur skipst á yfir vikuna.

Með sköpunargleðina að vopni geturðu nýtt þér grunna af prótíngjöfum, kolvetnum og grænmeti til að búa til allskyns gómsæti með girnilegum sósum og meðlæti.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -