Laugardagur 27. nóvember, 2021
-0.2 C
Reykjavik

Raggi Bjarna syngur lag Halla Reynis: „Þar sem lífið varð að sögu sem aðrir eiga nú“ – Heimasíða opnuð í minningu Halla

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Haraldur Reynisson tónlistarmaður, sem þekktastur var undir listamannsnafni hans Halli Reynis, lést 15. september. Hann var 52 ára að aldri, fæddur 1. desember 1966.

 

Halli hefði því átt 53 ára afmæli í dag. Mágur hans, Sigurður Sigurbjörnsson, færði fjölskyldu Halla einstaka gjöf í tilefni dagsins, heimasíðuna hallireynis.is og endurgerð á lagi Halla, Allar mínar götur, þar sem Raggi Bjarna syngur lagið.

Lag og texti er eftir Halla og kom út á síðustu plötu hans, Ást og friður, í byrjun árs 2019. Í minningu Halla Reynis var ákveðið að fá Ragnar Bjarnason til að syngja lagið. Að sögn Ragnars var það honum ljúft og skylt að minnast fallins félaga og heiðra minningu hans með því að syngja lag og texta hans. Við upptökur á laginu kom fram hjá Ragnari að honum fyndist lagið fallegt og textinn frábær og lagið hentaði hans söngstíl mjög vel.

Á heimasíðunni má finna upplýsingar um útgáfu Halla, en hann gaf út níu plötur, texta hans, viðtöl við hann í útvarpi, myndbönd og minningargreinar.

„Mér finnst mjög mikilvægt að halda minningu Halla Reynis á lofti um ókomna tíð. Halli skildi eftir sig ógrynni af textum og lögum sem við getum notið áfram og minnst hans þannig. Halli var flinkur textasmiður og kunni svo sannarlega að semja fallegar melódíur við textana sína,“ skrifar Sigurður á heimasíðunni um tilurð hennar.

- Auglýsing -

„Honum fannst mikilvægast að textar hans heyrðust og textarnir þurftu að segja eitthvað, hafa einhverja merkingu. Fyrst kom textinn, svo lagið. Á þessari síðu er hægt að finna alla helstu texta Halla sem hann gaf út á þeim níu hljómplötum sem hann gaf út. Þá er stefnt að því að setja inn texta sem ekki hafa komið út.“

Samferðamenn minnast afburðadrengs

Á heimasíðunni má einnig finna viðtöl við samferðamenn Halla í tónlistinni en Sigurður settist niður með þeim og bað þá að minnast mág síns. Ber öllum saman um að fallinn sé frá afburðadrengur og tónlistarmaður.

- Auglýsing -

Mannlíf vottar fjölskyldu, vinum og samferðamönnum Halla samúðarkveðju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -