Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Ragna um fjárhagsáhyggjurnar eftir að ferlinum lauk: „Þetta var sárt, eftir allt sem maður lagði á sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir afreksíþróttamenn, sérstaklega í einstaklingsíþróttum, standa höllum fæti fjárhagslega þegar ferlinum lýkur og hafa ekki áunnið sér þau launatengdu réttindi og þá stöðu á vinnumarkaði sem jafnaldrar þeirra hafa gert. Þeir hafa fært miklar fórnir til að ná árangri og keppa fyrir Íslands hönd, en bíta úr nálinni að ferli loknum.

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir fór á tvenna Ólympíuleika á ferli sínum. Hún gekk á sínum ferli í gegnum nokkur erfið tímabil þegar kemur að fjármögnun. Um tíma lifði hún á námslánum, eftir að hafa valið háskólanám sem ekki krafðist mikillar viðveru. Ragna segir að hlutirnir hafi orðið auðveldari eftir að hún talaði opinskátt um fjárhaginn árið 2011. „Ég gat varla meir því mér fannst fjárhagsáhyggjur taka of mikinn toll. Eftir það fékk ég góðan styrk frá LS Retail og nokkrum öðrum velunnurum og gat klárað að einbeita mér að því að undirbúa mig fyrir Ólympíuleikana 2012.“

Hún segir að fjárhagurinn hafi ekki átt þátt í því að hún hætti keppni árið 2012. Hún hafi verið orðið sátt við ferlinn og náð markmiðum sínum. „Líkaminn var orðinn mjög þreyttur eftir allt puðið, svo ég hefði í raun ekki getað haldið þessu áfram á sama hátt. Draumurinn var að hætta á toppnum og það tókst.“

Ragna vinnur í dag að kynningarmálum hjá ÍSÍ. Hún sótti sér BA-gráðu á meðan ferlinum stóð og hefur bakgrunn úr íþróttum sem nýtist henni í starfinu fyrir ÍSÍ. Hún er þakklát ÍSÍ fyrir að hafði trú á sér. „Ég var með litla sem enga reynslu af vinnumarkaði, fyrir utan þjálfun, þegar ferlinum lauk. Ég hafði nánast engin lífeyrisréttindi og átti ekki rétt á fæðingarorlofi,“ segir hún og heldur áfram. „Ég var 10 árum á eftir mínum jafnöldrum hvað varðar þessa hluti.“

Ragna skráði sig í nám eftir að ferlinum lauk til að geta fengið 120 þúsund króna framfærslu í fæðingarorlofi. Að öðrum kosti hefði hún átt rétt á 50 þúsund krónum á mánuði. „Þetta var sárt, eftir allt sem maður lagði á sig á ferlinum.“ Ragna bindur miklar vonir við að bætt verði úr réttindamálum afreksíþróttafólks og fagnar þeirri samstöðu sem íþróttamennirnir, sem skoruðu á menntamálaráðherra fyrir jól, sýndu. „Það sem mestu máli skiptir núna er að íþróttafólk fari í þessa baráttu saman, ekki eitt og eitt hvert í sínu horni.“
Myndatexti:

„Ég var 10 árum á eftir mínum jafnöldrum hvað varðar þessa hluti,“ segir Ragna Ingólfsdóttir um réttindi sín að badmintonferlinum loknum. Hún skráði sig í nám til að geta fengið hærri framfærslu í fæðingarorlofi.

Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -